Ferrari þénar mest á hvern seldan bíl Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2013 10:47 Ferrari að gera góða hluti. nordicphotos/getty Bílaframleiðandinn Ferrari fær mest fyrir hvern bíl sem fyrirtækið selur af öllum bílaframleiðendum í heiminum. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var við háskólann í Duisborg í Þýskalandi á dögunum. Gríðarlegur munur er á tekjum fyrirtækja sem framleiða færri gæðabíla og þeirra sem fjöldaframleiða ökutæki. Háskólinn í Þýskalandi rannsakaði fyrstu þrjá ársfjórðunga bílaframleiðenda og niðurstaðan var sú að Ferrari og Porsche þéna mest allra framleiðenda á hverjum seldum bíl. Ferrari hefur framleitt 13.000 bíla það sem af er ársins 2013 en meðalverð þeirra er 194.227 evrur eða rúmlega 32 milljónir íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins er því tæplega fjórar milljónir íslenskra króna á hverjum seldum bíl. Porsche hefur selt um 115.000 bíla en meðalverð á þeim er 90.600 evrur eða tæplega fimmtán milljónir íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins á hverjum seldum bíl er því um 2,7 milljónir íslenskra króna. Bílaframleiðendurnir BMW, Audi og Mercedes Benz þéna allir í kringum hálfa milljón íslenskra króna á hverjum bíl. Toyota stendur best að vígi þeirra bílaframleiðenda sem fjöldaframleiða sína vöru en fyrirtækið þénar um 250.000 íslenskra króna á hverjum bíl sem fyrirtækið selur. Það er því himinn og haf á milli Toyota og Ferrari. Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bílaframleiðandinn Ferrari fær mest fyrir hvern bíl sem fyrirtækið selur af öllum bílaframleiðendum í heiminum. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var við háskólann í Duisborg í Þýskalandi á dögunum. Gríðarlegur munur er á tekjum fyrirtækja sem framleiða færri gæðabíla og þeirra sem fjöldaframleiða ökutæki. Háskólinn í Þýskalandi rannsakaði fyrstu þrjá ársfjórðunga bílaframleiðenda og niðurstaðan var sú að Ferrari og Porsche þéna mest allra framleiðenda á hverjum seldum bíl. Ferrari hefur framleitt 13.000 bíla það sem af er ársins 2013 en meðalverð þeirra er 194.227 evrur eða rúmlega 32 milljónir íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins er því tæplega fjórar milljónir íslenskra króna á hverjum seldum bíl. Porsche hefur selt um 115.000 bíla en meðalverð á þeim er 90.600 evrur eða tæplega fimmtán milljónir íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins á hverjum seldum bíl er því um 2,7 milljónir íslenskra króna. Bílaframleiðendurnir BMW, Audi og Mercedes Benz þéna allir í kringum hálfa milljón íslenskra króna á hverjum bíl. Toyota stendur best að vígi þeirra bílaframleiðenda sem fjöldaframleiða sína vöru en fyrirtækið þénar um 250.000 íslenskra króna á hverjum bíl sem fyrirtækið selur. Það er því himinn og haf á milli Toyota og Ferrari.
Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira