"Reyndi í einhverri geðhræringu að spenna beltið þegar rútan valt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2013 17:15 Vinirnir saman komnir á Þingvöllum í dag. Frá vinstir; Edmund Lo, Connie Liv, Austin Reech, Audrew Tseng og Michael Lu. mynd / valli Rúta valt við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Farþegar rútunnar voru allir erlendir ferðamenn og voru þeir borubrattir eftir slysið og margir hverjir á því að þetta hafi í raun verið skemmtileg reynsla. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður. „Það var nýbúið að segja við okkur að spenna bílbeltin og vorum við í raun öll að tala um að það væri kannski ekki alveg nauðsynlegt,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. „Aftur á móti þegar slysið gerist þá fékk maður skelfilega tilfinningu í magann. Ég hafði ekki spennt beltið og rétt náði að halda í handfang þegar rútan fór út af veginum,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. Edmund er í samfloti ásamt fjórum öðrum vinum sínum hér á landi en þau koma öll frá Bandaríkjunum. Ásamt honum eru þau Connie Liv, Austin Reech, Audrew Tseng og Michael stödd á Íslandi til að skoða þær náttúruperlur sem landið hefur upp á að bjóða. Ekki voru um alvarleg meiðsli á farþegunum en nokkrir voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar. „Þetta gerðist allt svo hægt og í raun fannst manni líða heil eilífð þar til að rútan var komin á hlið og útaf veginum,“ segir Connie Liv, í samtali við blaðamann Vísis. „Bílstjórinn gerði vel í því að stýra fallinu og náði að hægja vel á rútunni áður en hún fór útaf veginum. Í fyrstu taldi ég að rútubílstjórinn væri að taka beygju en síðan kemur þetta andartak þar sem maður áttar sig á því að rútan er að velta og þá grípur um sig ákveðin skelfing innra með manni. Ég greip strax í eitthvað sem var mér næst og rétt náði að halda mér í sætinu.“ „Það er samt fín stemning í hópnum og við höfum náð að kynnast fullt af fólki í dag. Starfsfólk rútufyrirtækisins hefur staðið sig einstaklega vel og hefur sýnt mikla fagmennsku við okkur í dag. Þetta er án efa ferð sem við munum aldrei gleyma, svo eitt er víst.“ Michael Lu fékk einn farþegann beint í fangið er rútan fór útaf. „Ég var allt í einu kominn með einhvern farþega í fangið og það var heldur skrítin upplifun,“ segir Michael Lu. „Ég reyndi í einhverri geðshræringu að spenna beltið þegar rútan var að falla niður, sem var ekkert svo gáfulegt hjá mér svona eftir á að hyggja. „Það var gott að Michael tók höggið fyrir okkur öll,“ sagði hópurinn léttur að lokum. Hópurinn hefur aðeins verið hér á Íslandi í tvo daga og hlakka þau til að halda áfram því ævintýri sem Bandaríkjamennirnir hafa upplifað hér á landi. Veður Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Rúta valt við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Farþegar rútunnar voru allir erlendir ferðamenn og voru þeir borubrattir eftir slysið og margir hverjir á því að þetta hafi í raun verið skemmtileg reynsla. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður. „Það var nýbúið að segja við okkur að spenna bílbeltin og vorum við í raun öll að tala um að það væri kannski ekki alveg nauðsynlegt,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. „Aftur á móti þegar slysið gerist þá fékk maður skelfilega tilfinningu í magann. Ég hafði ekki spennt beltið og rétt náði að halda í handfang þegar rútan fór út af veginum,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. Edmund er í samfloti ásamt fjórum öðrum vinum sínum hér á landi en þau koma öll frá Bandaríkjunum. Ásamt honum eru þau Connie Liv, Austin Reech, Audrew Tseng og Michael stödd á Íslandi til að skoða þær náttúruperlur sem landið hefur upp á að bjóða. Ekki voru um alvarleg meiðsli á farþegunum en nokkrir voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar. „Þetta gerðist allt svo hægt og í raun fannst manni líða heil eilífð þar til að rútan var komin á hlið og útaf veginum,“ segir Connie Liv, í samtali við blaðamann Vísis. „Bílstjórinn gerði vel í því að stýra fallinu og náði að hægja vel á rútunni áður en hún fór útaf veginum. Í fyrstu taldi ég að rútubílstjórinn væri að taka beygju en síðan kemur þetta andartak þar sem maður áttar sig á því að rútan er að velta og þá grípur um sig ákveðin skelfing innra með manni. Ég greip strax í eitthvað sem var mér næst og rétt náði að halda mér í sætinu.“ „Það er samt fín stemning í hópnum og við höfum náð að kynnast fullt af fólki í dag. Starfsfólk rútufyrirtækisins hefur staðið sig einstaklega vel og hefur sýnt mikla fagmennsku við okkur í dag. Þetta er án efa ferð sem við munum aldrei gleyma, svo eitt er víst.“ Michael Lu fékk einn farþegann beint í fangið er rútan fór útaf. „Ég var allt í einu kominn með einhvern farþega í fangið og það var heldur skrítin upplifun,“ segir Michael Lu. „Ég reyndi í einhverri geðshræringu að spenna beltið þegar rútan var að falla niður, sem var ekkert svo gáfulegt hjá mér svona eftir á að hyggja. „Það var gott að Michael tók höggið fyrir okkur öll,“ sagði hópurinn léttur að lokum. Hópurinn hefur aðeins verið hér á Íslandi í tvo daga og hlakka þau til að halda áfram því ævintýri sem Bandaríkjamennirnir hafa upplifað hér á landi.
Veður Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira