Helga Hjartardóttir er fyrsti íslenski Norðurlandameistari dagsins á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fer fram í Óðinsvéum í Danmörku. Ísland eignast vonandi fleiri meistara seinna í dag.
Ísland sendi ekki lið til leiks í blönduðu keppnina í ár en átti þó fulltrúa í keppninni eins og fram kemur á fésbókarsíðu Fimleikasambands Íslands.
Selfyssingurinn Helga Hjartardóttir gerði flotta hluti og hjálpaði danska liðinu Ollerup GF að tryggja sér Norðurlandsmeistaratitilinn.
Einkunnir Ollerup GF voru 19.083 á gólfi, 18.300 í stökki og 17.600 á trampólíni eða samanlagt 54.983.
Keppni í kvennaflokki hefst síðan klukkan 12.30 og karlarnir byrja síðan klukkan 15.35. Verðlaunaathöfnin er síðan eftir fimm í kvöld.
Úrslitin í keppni blandaðra liða:
1. Ollerup, Danmörku
2. TeamGym Greve, Danmörku
3. Brommagymnasterne, Svíþjóð
4. Holmen, Noregi
5. Stag, Noregi
6. Gefle GF, Svíþjóð
Helga fyrsti íslenski Norðurlandameistarinn í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn

Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn


„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti