"Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður - ég er grínisti“ Kristján Hjálmarsson skrifar 30. október 2013 11:59 Jón Gnarr ætlar að hætta sem borgarstjóri í vor. Mynd/GVA „Þetta er dramatískt, og persónulegt. Ég er búinn að ræða þetta fram og til baka og búinn að eiga endalausa fundi. Ég er búinn að gera upp samvisku mína, og búinn að horfast í augu við sjálfan mig. Niðurstaðan er sú að ég ætla ekki að bjóða mig aftur fram sem borgarstjóri í Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri í útvarpsþættinum Tvíhöfða rétt í þessu. „Ég kom til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri, sanna ákveðin mál og leggja mitt af mörkum. Mér finnst minn tími búinn á þessu sviði. Ef ég ætlaði að endurtaka þetta yrði ég að verða stjórnmálamaður sem ég er ekki. Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður - ég er grínisti.“ Jón segist hætta vegna lélegra samskipta. „Það sem ég kann einna verst við í stjórnmálamenningunni eru léleg samskipti, ég er unnandi góðra samskipta. Mér finnst gaman að tala og gaman að eiga samtal. Mér finnst mjög lítið af uppbyggilegum samtölum og ég hef sagt það að mér líkar ekki þessi kúltur sem stjórnmálin eru,“ sagði Jón. „Mig langar til að fara að gera eitthvað annað sem er uppbyggilegra og skapandi, meiri ævintýri og meiri gleði. Mér finnst skorta mikið á gleði og mér finnst oft gott að nota myndlíkingar og af því að ég hef lifað og starfað í þessum tíma. Upplifun mín er svolítið eins og að vera í leshring þar bara er talað um stafsetningu en ekki söguna. Ef þú leyfir þér að dreyma um söguna færðu hvasst augnráð.“ Jón sagði einnig að Besti flokkurinn yrði lagður niður, en hann muni þó starfa út kjörtímabilið fram til 15. júní. „Það er enginn besti flokkur án mín. Besti flokkurinn með einhverjum öðrum er einhver annar flokkur,“ sagði Jón. Besti flokkurinn mun því renna saman við Bjarta framtíð. „Fólkið úr Besta flokknum muna bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar. Ég ætla að fara að leita að gleðinni.“ Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Sjá meira
„Þetta er dramatískt, og persónulegt. Ég er búinn að ræða þetta fram og til baka og búinn að eiga endalausa fundi. Ég er búinn að gera upp samvisku mína, og búinn að horfast í augu við sjálfan mig. Niðurstaðan er sú að ég ætla ekki að bjóða mig aftur fram sem borgarstjóri í Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri í útvarpsþættinum Tvíhöfða rétt í þessu. „Ég kom til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri, sanna ákveðin mál og leggja mitt af mörkum. Mér finnst minn tími búinn á þessu sviði. Ef ég ætlaði að endurtaka þetta yrði ég að verða stjórnmálamaður sem ég er ekki. Ég er einfaldlega ekki stjórnmálamaður - ég er grínisti.“ Jón segist hætta vegna lélegra samskipta. „Það sem ég kann einna verst við í stjórnmálamenningunni eru léleg samskipti, ég er unnandi góðra samskipta. Mér finnst gaman að tala og gaman að eiga samtal. Mér finnst mjög lítið af uppbyggilegum samtölum og ég hef sagt það að mér líkar ekki þessi kúltur sem stjórnmálin eru,“ sagði Jón. „Mig langar til að fara að gera eitthvað annað sem er uppbyggilegra og skapandi, meiri ævintýri og meiri gleði. Mér finnst skorta mikið á gleði og mér finnst oft gott að nota myndlíkingar og af því að ég hef lifað og starfað í þessum tíma. Upplifun mín er svolítið eins og að vera í leshring þar bara er talað um stafsetningu en ekki söguna. Ef þú leyfir þér að dreyma um söguna færðu hvasst augnráð.“ Jón sagði einnig að Besti flokkurinn yrði lagður niður, en hann muni þó starfa út kjörtímabilið fram til 15. júní. „Það er enginn besti flokkur án mín. Besti flokkurinn með einhverjum öðrum er einhver annar flokkur,“ sagði Jón. Besti flokkurinn mun því renna saman við Bjarta framtíð. „Fólkið úr Besta flokknum muna bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar. Ég ætla að fara að leita að gleðinni.“
Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Sjá meira