Kia mun framleiða GT Concept Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2013 08:45 Einn af fallegri bílum bílasýningarinnar í Frankfürt fyrir tveimur árum var þessi sportlegi hugmyndabíll frá Kia. Nú hefur Kia gengið með þennan bíl nógu lengi í maganum til að taka ákvörðun um framleiðslu hans eða ekki. Svarið er, hann verður framleiddur. Þá er bara spurningin hversu langt hann verður frá hugmyndabílnum fríða. Hverskonar undirvagn verður í þessum bíl er óvíst, en ekki er talið ólíklegt að það verði sá sami og er í Hyundai Genesis eða Kia Quoris, sem heitir núorðið K900 í Bandaríkjunum. Ef svo yrði, væri bíllinn afturhjóladrifinn, eins og sannur sportbíll, en ef annarskonar núverandi undirvagnar Kia eða Hyundai verða fyrir valinu, verður hann framhjóladrifinn. Heyrst hefur einnig að Kia ætli að framleiða mjög smáan sportbíl sem ætlað yrði að keppa við Mazda Miata og verður hann kynntur á bílasýningunni í Detroit í janúar. Ef hann fær góðar móttökur verður hann kominn í framleiðslu fyrir enda næsta árs. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent
Einn af fallegri bílum bílasýningarinnar í Frankfürt fyrir tveimur árum var þessi sportlegi hugmyndabíll frá Kia. Nú hefur Kia gengið með þennan bíl nógu lengi í maganum til að taka ákvörðun um framleiðslu hans eða ekki. Svarið er, hann verður framleiddur. Þá er bara spurningin hversu langt hann verður frá hugmyndabílnum fríða. Hverskonar undirvagn verður í þessum bíl er óvíst, en ekki er talið ólíklegt að það verði sá sami og er í Hyundai Genesis eða Kia Quoris, sem heitir núorðið K900 í Bandaríkjunum. Ef svo yrði, væri bíllinn afturhjóladrifinn, eins og sannur sportbíll, en ef annarskonar núverandi undirvagnar Kia eða Hyundai verða fyrir valinu, verður hann framhjóladrifinn. Heyrst hefur einnig að Kia ætli að framleiða mjög smáan sportbíl sem ætlað yrði að keppa við Mazda Miata og verður hann kynntur á bílasýningunni í Detroit í janúar. Ef hann fær góðar móttökur verður hann kominn í framleiðslu fyrir enda næsta árs.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent