Kia mun framleiða GT Concept Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2013 08:45 Einn af fallegri bílum bílasýningarinnar í Frankfürt fyrir tveimur árum var þessi sportlegi hugmyndabíll frá Kia. Nú hefur Kia gengið með þennan bíl nógu lengi í maganum til að taka ákvörðun um framleiðslu hans eða ekki. Svarið er, hann verður framleiddur. Þá er bara spurningin hversu langt hann verður frá hugmyndabílnum fríða. Hverskonar undirvagn verður í þessum bíl er óvíst, en ekki er talið ólíklegt að það verði sá sami og er í Hyundai Genesis eða Kia Quoris, sem heitir núorðið K900 í Bandaríkjunum. Ef svo yrði, væri bíllinn afturhjóladrifinn, eins og sannur sportbíll, en ef annarskonar núverandi undirvagnar Kia eða Hyundai verða fyrir valinu, verður hann framhjóladrifinn. Heyrst hefur einnig að Kia ætli að framleiða mjög smáan sportbíl sem ætlað yrði að keppa við Mazda Miata og verður hann kynntur á bílasýningunni í Detroit í janúar. Ef hann fær góðar móttökur verður hann kominn í framleiðslu fyrir enda næsta árs. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent
Einn af fallegri bílum bílasýningarinnar í Frankfürt fyrir tveimur árum var þessi sportlegi hugmyndabíll frá Kia. Nú hefur Kia gengið með þennan bíl nógu lengi í maganum til að taka ákvörðun um framleiðslu hans eða ekki. Svarið er, hann verður framleiddur. Þá er bara spurningin hversu langt hann verður frá hugmyndabílnum fríða. Hverskonar undirvagn verður í þessum bíl er óvíst, en ekki er talið ólíklegt að það verði sá sami og er í Hyundai Genesis eða Kia Quoris, sem heitir núorðið K900 í Bandaríkjunum. Ef svo yrði, væri bíllinn afturhjóladrifinn, eins og sannur sportbíll, en ef annarskonar núverandi undirvagnar Kia eða Hyundai verða fyrir valinu, verður hann framhjóladrifinn. Heyrst hefur einnig að Kia ætli að framleiða mjög smáan sportbíl sem ætlað yrði að keppa við Mazda Miata og verður hann kynntur á bílasýningunni í Detroit í janúar. Ef hann fær góðar móttökur verður hann kominn í framleiðslu fyrir enda næsta árs.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent