Iceland Airwaves: Mammút – Breyttu gólfklappi í dynjandi lófatak Orri Freyr Rúnarsson skrifar 31. október 2013 14:46 Frá Iceland Airwaves í Hörpu í gær. Mynd/Arnþór Fullt var útúr dyrum þegar að Mammút steig á svið í Norðurljósasal Hörpu. Hljómsveitin hefur verið reglulegur gestur á hátíðinni allt frá því að hún sigraði Músíktilraunir árið 2004. Í kvöld höfðu meðlimir Mammút ríka ástæðu til að fagna en fyrir tæpri viku síðan leit platan Komdu til mín svarta systir dagsins ljós en platan er þeirra fyrsta í heil fimm ár. Af spilamennskunni að dæma var þó ekki að sjá að þetta væru aðeins aðrir tónleikar Mammút eftir að platan kom út. Hljómsveitin er orðin að einhverju miklu meira en vel smurðri vél en eflaust mætti líkja tengslum hljómsveitarmeðlima við óvenju hæfileikaríkan systkinahóp. Sérstakt hrós verður að gefa söngkonu sveitarinnar, Kötu Mogensen, en sviðsframkoma hennar og söngur var í hæsta gæðaflokki. Einungis nýtt efni var flutt á tónleikunum en nýju lögin eru gríðarsterk og virtust leggjast vel í áhorfendur en þegar þarna var komið við sögu hafði kurteisislega gólfklappið sem einkennt hafði salinn fyrr um kvöldið breyst í dynjandi lófatak, hróp og skræki. Þekktustu lög nýju plötunnar, Salt og Blóðberg, voru á meðal fyrstu laga sveitarinnar að þessu sinni og varð það mögulega til þess að ákveðin stíganda vantaði í tónleikana, en ljóst er að hljómsveitin er prufa sig áfram með uppruðun laga á tónleikum.Hljómsveitin Mammút.Mynd/Stefán Gagnrýni Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Fullt var útúr dyrum þegar að Mammút steig á svið í Norðurljósasal Hörpu. Hljómsveitin hefur verið reglulegur gestur á hátíðinni allt frá því að hún sigraði Músíktilraunir árið 2004. Í kvöld höfðu meðlimir Mammút ríka ástæðu til að fagna en fyrir tæpri viku síðan leit platan Komdu til mín svarta systir dagsins ljós en platan er þeirra fyrsta í heil fimm ár. Af spilamennskunni að dæma var þó ekki að sjá að þetta væru aðeins aðrir tónleikar Mammút eftir að platan kom út. Hljómsveitin er orðin að einhverju miklu meira en vel smurðri vél en eflaust mætti líkja tengslum hljómsveitarmeðlima við óvenju hæfileikaríkan systkinahóp. Sérstakt hrós verður að gefa söngkonu sveitarinnar, Kötu Mogensen, en sviðsframkoma hennar og söngur var í hæsta gæðaflokki. Einungis nýtt efni var flutt á tónleikunum en nýju lögin eru gríðarsterk og virtust leggjast vel í áhorfendur en þegar þarna var komið við sögu hafði kurteisislega gólfklappið sem einkennt hafði salinn fyrr um kvöldið breyst í dynjandi lófatak, hróp og skræki. Þekktustu lög nýju plötunnar, Salt og Blóðberg, voru á meðal fyrstu laga sveitarinnar að þessu sinni og varð það mögulega til þess að ákveðin stíganda vantaði í tónleikana, en ljóst er að hljómsveitin er prufa sig áfram með uppruðun laga á tónleikum.Hljómsveitin Mammút.Mynd/Stefán
Gagnrýni Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira