Í 300 á 16,5 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2013 16:50 Það þykir öflugur bíll sem er 6,8 sekúndur í 100 km hraða, en hinn nýi McLaren P1 kemst á sama tíma í 200 km hraða og það tekur aðeins 16,5 sekúndur að henda honum í 300 km hraða. Frá kyrrstöðu í 100 tekur 2,8 sekúndur. Það þarf öfluga vél til að skila svona tölum og 916 hestöfl duga í þessu tilviki. Þau streyma úr 3,8 lítra V8 vél sem að auki er með tvær forþjöppur. Þrátt fyrir allt þetta afl eyðir þessu bíll ekki nema 8,3 lítrum í blönduðum akstri. Mengunin mælist 194 g/km af CO2. Bremsur bílsins eru gríðaröflugar og það tekur aðeins 30 metra að stöðva bílinn úr 100 km hraða. Fyrsti bíllinn þessarar gerðar var afgreiddur frá McLaren verksmiðjunni í Woking í Bretlandi fyrir stuttu og var kaupandinn breskur. Til stendur að framleiða aðeins 375 McLaren P1 bíla og aðeins einn á dag kemur útúr verksmiðjunni í Woking. Því mun það taka rúmt ár að framleiða þessa bíla. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent
Það þykir öflugur bíll sem er 6,8 sekúndur í 100 km hraða, en hinn nýi McLaren P1 kemst á sama tíma í 200 km hraða og það tekur aðeins 16,5 sekúndur að henda honum í 300 km hraða. Frá kyrrstöðu í 100 tekur 2,8 sekúndur. Það þarf öfluga vél til að skila svona tölum og 916 hestöfl duga í þessu tilviki. Þau streyma úr 3,8 lítra V8 vél sem að auki er með tvær forþjöppur. Þrátt fyrir allt þetta afl eyðir þessu bíll ekki nema 8,3 lítrum í blönduðum akstri. Mengunin mælist 194 g/km af CO2. Bremsur bílsins eru gríðaröflugar og það tekur aðeins 30 metra að stöðva bílinn úr 100 km hraða. Fyrsti bíllinn þessarar gerðar var afgreiddur frá McLaren verksmiðjunni í Woking í Bretlandi fyrir stuttu og var kaupandinn breskur. Til stendur að framleiða aðeins 375 McLaren P1 bíla og aðeins einn á dag kemur útúr verksmiðjunni í Woking. Því mun það taka rúmt ár að framleiða þessa bíla.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent