BMW þarf að auka framleiðslu i3 rafbílsins Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2013 15:15 BMW i3 er snotur og smár rafmagnsbíll. Eftirspurnin í BMW i3 rafmagnsbílinn hefur reynst meiri en forsvarsmenn BMW áætluðu og er útlit fyrir að BMW verða að auka framleiðslu hans. Búið er að panta 8.000 bíla og það áður en bíllinn er raunverulega kominn til sölu. Sala BMW i3 hefst ekki fyrr en 16. nóvember í Þýskalandi og fljótlega eftir áramót í Bandaríkjunum, Kína og Japan. Bíllinn kostar 34.950 Evrur, eða um 5,8 milljónir króna. Verð hans í Bandaríkjunum verður 41.350 dollarar, eða 5.050.000 kr. Það er eins gott að ágæt eftirspurn sé eftir BMW i3 því fyrirtækið hefur fjárfest fyrir 330 milljarða króna í rafmagnsbílana i3 og i8. BMW i3 bíllinn er hannaður frá grunni, ekki byggður á bíl sem fyrir var. BMW i8 bíllinn fer í sölu á næsta ári og aldrei að vita hvort fleiri rafmagnsbílar bætast í flota BMW á næstunni, en BMW hefur sótt um einkaleyfi á i1 til i9 heitunum. Svo miklar eru fjárfestingar BMW í nýjum bílgerðum að hagnaðarprósent af veltu hefur fallið í 10% á árinu frá 12% í fyrra. BMW i8 Spyder er talsvert stærri rafmagnsbíll en i3.Autoblog Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent
Eftirspurnin í BMW i3 rafmagnsbílinn hefur reynst meiri en forsvarsmenn BMW áætluðu og er útlit fyrir að BMW verða að auka framleiðslu hans. Búið er að panta 8.000 bíla og það áður en bíllinn er raunverulega kominn til sölu. Sala BMW i3 hefst ekki fyrr en 16. nóvember í Þýskalandi og fljótlega eftir áramót í Bandaríkjunum, Kína og Japan. Bíllinn kostar 34.950 Evrur, eða um 5,8 milljónir króna. Verð hans í Bandaríkjunum verður 41.350 dollarar, eða 5.050.000 kr. Það er eins gott að ágæt eftirspurn sé eftir BMW i3 því fyrirtækið hefur fjárfest fyrir 330 milljarða króna í rafmagnsbílana i3 og i8. BMW i3 bíllinn er hannaður frá grunni, ekki byggður á bíl sem fyrir var. BMW i8 bíllinn fer í sölu á næsta ári og aldrei að vita hvort fleiri rafmagnsbílar bætast í flota BMW á næstunni, en BMW hefur sótt um einkaleyfi á i1 til i9 heitunum. Svo miklar eru fjárfestingar BMW í nýjum bílgerðum að hagnaðarprósent af veltu hefur fallið í 10% á árinu frá 12% í fyrra. BMW i8 Spyder er talsvert stærri rafmagnsbíll en i3.Autoblog
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent