Atlético Madrid á miklu skriði í Meistaradeildinni - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2013 18:30 Diego Costa er búinn að vera frábær með Atlético Madrid á þessu tímabili. Mynd/AFP Atlético Madrid er komið langleiðina inn í sextán liða úrslitin eftir þriðja sigur sinn í röð í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á FH-bönunum í Austria Vín í kvöld. Diego Costa skoraði tvö marka Atlético Madrid í Vín en liðið hefur nú fimm stiga forskot á Zenit St. Petersburg sem er í öðru sæti riðilsins. Zenit St. Petersburg þurfti að bíða lengi eftir sigurmarki sínu á móti Porto en tókst að lokum að tryggja sér dýrmætan 1-0 útisigur í Portúgal. Porto-maðurinn Hector Herrera gerði liðsfélögum sínum mikinn grikk þegar hann fékk klaufalegt rautt spjald á sjöttu mínútu fyrir tvö gul spjöld í röð. Það fyrra fyrir brot og það seinna fyrir að tefja framkvæmd aukaspyrnunnar. Porto hélt út í 79 mínútur en Aleksandr Kerzhakov skoraði sigurmark Zenit á 85. mínútu. Fernando Torres var í byrjunarliði Chelsea í hundraðasta skiptið í kvöld og hélt upp á það með því að skora tvö mörk í 3-0 útisigri á þýska liðinu Schalke 04 í E-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok úr hnitmiðari skyndisókn en Arsenal-menn höfðu ekki heppnina með sér á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal síðan í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. AC Milan og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í toppslag H-riðils Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og eru Börsungar því áfram með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. Barcelona var miklu meira með boltann að vanda og fékk nóg af færum í leiknum til þess að tryggja sér sigurinn en Marco Amelia stóð sig vel í marki AC Milan og Ítalarnir náðu í stig. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillSchalke 04 - Chelsea 0-3 0-1 Fernando Torres (5.), 0-2 Fernando Torres (68.), 0-3 Eden Hazard (87.)Steaua Búkarest - Basel 1-1 0-1 Marcelo Diaz (48.), 1-1 Leandro Tatu (88.)F-riðillArsenal - Borussia Dortmund 1-2 0-1 Henrikh Mkhitaryan (16.), 1-1 Olivier Giroud (41.), 1-2 Robert Lewandowski (82.)Marseille - Napoli 1-2 0-1 José Maria Callejón (42.), 0-2 Duván Zapata (67.), 1-2 Jordan Ayew (86.)G-riðillAustria Vín - Atlético Madrid 0-3 0-1 Raúl García (8.), 0-2 Diego Costa (20.), 0-3 Diego Costa (53.)Porto - Zenit St. Petersburg 0-1 0-1 Aleksandr Kerzhakov (85.)H-riðillAC Milan - Barcelona 1-1 1-0 Robinho (9.), 1-1 Lionel Messi (23.)Celtic - Ajax 2-1 1-0 James Forrest, víti (45.), 2-0 Stefano Denswil (54.), 2-1 Lasse Schöne (90.+4) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Atlético Madrid er komið langleiðina inn í sextán liða úrslitin eftir þriðja sigur sinn í röð í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á FH-bönunum í Austria Vín í kvöld. Diego Costa skoraði tvö marka Atlético Madrid í Vín en liðið hefur nú fimm stiga forskot á Zenit St. Petersburg sem er í öðru sæti riðilsins. Zenit St. Petersburg þurfti að bíða lengi eftir sigurmarki sínu á móti Porto en tókst að lokum að tryggja sér dýrmætan 1-0 útisigur í Portúgal. Porto-maðurinn Hector Herrera gerði liðsfélögum sínum mikinn grikk þegar hann fékk klaufalegt rautt spjald á sjöttu mínútu fyrir tvö gul spjöld í röð. Það fyrra fyrir brot og það seinna fyrir að tefja framkvæmd aukaspyrnunnar. Porto hélt út í 79 mínútur en Aleksandr Kerzhakov skoraði sigurmark Zenit á 85. mínútu. Fernando Torres var í byrjunarliði Chelsea í hundraðasta skiptið í kvöld og hélt upp á það með því að skora tvö mörk í 3-0 útisigri á þýska liðinu Schalke 04 í E-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok úr hnitmiðari skyndisókn en Arsenal-menn höfðu ekki heppnina með sér á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal síðan í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. AC Milan og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í toppslag H-riðils Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og eru Börsungar því áfram með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. Barcelona var miklu meira með boltann að vanda og fékk nóg af færum í leiknum til þess að tryggja sér sigurinn en Marco Amelia stóð sig vel í marki AC Milan og Ítalarnir náðu í stig. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillSchalke 04 - Chelsea 0-3 0-1 Fernando Torres (5.), 0-2 Fernando Torres (68.), 0-3 Eden Hazard (87.)Steaua Búkarest - Basel 1-1 0-1 Marcelo Diaz (48.), 1-1 Leandro Tatu (88.)F-riðillArsenal - Borussia Dortmund 1-2 0-1 Henrikh Mkhitaryan (16.), 1-1 Olivier Giroud (41.), 1-2 Robert Lewandowski (82.)Marseille - Napoli 1-2 0-1 José Maria Callejón (42.), 0-2 Duván Zapata (67.), 1-2 Jordan Ayew (86.)G-riðillAustria Vín - Atlético Madrid 0-3 0-1 Raúl García (8.), 0-2 Diego Costa (20.), 0-3 Diego Costa (53.)Porto - Zenit St. Petersburg 0-1 0-1 Aleksandr Kerzhakov (85.)H-riðillAC Milan - Barcelona 1-1 1-0 Robinho (9.), 1-1 Lionel Messi (23.)Celtic - Ajax 2-1 1-0 James Forrest, víti (45.), 2-0 Stefano Denswil (54.), 2-1 Lasse Schöne (90.+4)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira