Zlatan Ibrahimovic með fernu - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2013 18:30 Zlatan Ibrahimovic. Mynd/AP Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk þegar Paris Saint-Germain hélt sigurgöngu sinni áfram með 5-0 útisigri á Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld en þrjú markanna komu í fyrri hálfleiknum. Bayern München vann einnig stórsigur og er með fullt hús í sínum riðli alveg eins og franska liðið. Bayern München og Paris Saint-Germain virðast hreinlega vera algjör yfirburðarlið í sínum riðlum. Bæjarar eru með 9 stig og markatöluna 11-1 eftir þrjá leiki í D-riðli og PSG er með 9 stig og markatöluna 12-1 eftir þrjá leiki í C-riðli. Zlatan Ibrahimovic varð þar með ellefti leikmaðurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni en hann hefur nú skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni. Franck Ribéry skoraði fyrsta mark Bayern úr vítaspyrnu og bætti síðan öðru við í seinni hálfleik eftir að David Alaba hafði skorað í millitíðinni. Bastian Schweinsteiger skoraði síðan fjórða markið eftir rúmlega klukkutíma leik og Mario Götze innsiglaði 5-0 sigur undir lokin. Bayer Leverkusen tók annað sætið í A-riðlinum af Shakhtar Donetsk eftir öruggan 4-0 sigur á Úkraínumönnunum í Þýskalandi í kvöld. Stefan Kiessling skoraði tvö mörk fyrir Leverkusen í leiknum. Það gengur ekki vel hjá Íslendingaliðunum í Meistaradeildinni. Ajax er nánast úr leik eftir tap á móti Celtic í gær og í kvöld tapaði danska liðið FCK frá Kaupmannahöfn 3-1 á móti Galatasaray í Tyrklandi. Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-1 sigri á Juventus í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld og er þar með kominn með sjö mörk í þremur fyrstu leikjunum í keppninni í ár.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni:A-riðillManchester United - Real Sociedad 1-0 1-0 Sjálfsmark (2.)Bayer 04 Leverkusen - Shakhtar Donetsk 4-0 1-0 Stefan Kiessling (22.), 2-0 Simon Rolfes (50.), 3-0 Sidney Sam (57.), 4-0 Stefan Kiessling (72.)B-riðillGalatasaray - FC København 3-1 1-0 Felipe Melo (9.), 2-0 Wesley Sneijder (38.), 3-0 Didier Drogba (45.+1), 3-1 Claudemir (88.)Real Madrid - Juventus 2-1 1-0 Cristiano Ronaldo (4.), 1-1 Fernando Llorente (22.), 2-1 Cristiano Ronaldo, víti (28.)C-riðillAnderlecht - Paris Saint-Germain 0-5 0-1 Zlatan Ibrahimovic (17.), 0-2 Zlatan Ibrahimovic (22.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (36.), 0-4 Édinson Cavani (52.), 0-5 Zlatan Ibrahimović (62.)Benfica - Olympiakos 1-1 0-1 Alejandro Domínguez (29.), 1-1 Óscar Cardozo (84.)D-riðillCSKA Moskva - Manchester City 1-2 1-0 Zoran Tosic (32.), 1-1 Sergio Agüero (34.), 1-2 Sergio Agüero (42.)Bayern München - Viktoria Plzen 5-0 1-0 Franck Ribéry, víti (25.), 2-0 David Alaba (37.), 3-0 Franck Ribéry (61.), 4-0 Bastian Schweinsteiger (64.), 5-0 Mario Götze (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk þegar Paris Saint-Germain hélt sigurgöngu sinni áfram með 5-0 útisigri á Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld en þrjú markanna komu í fyrri hálfleiknum. Bayern München vann einnig stórsigur og er með fullt hús í sínum riðli alveg eins og franska liðið. Bayern München og Paris Saint-Germain virðast hreinlega vera algjör yfirburðarlið í sínum riðlum. Bæjarar eru með 9 stig og markatöluna 11-1 eftir þrjá leiki í D-riðli og PSG er með 9 stig og markatöluna 12-1 eftir þrjá leiki í C-riðli. Zlatan Ibrahimovic varð þar með ellefti leikmaðurinn til að skora fernu í Meistaradeildinni en hann hefur nú skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni. Franck Ribéry skoraði fyrsta mark Bayern úr vítaspyrnu og bætti síðan öðru við í seinni hálfleik eftir að David Alaba hafði skorað í millitíðinni. Bastian Schweinsteiger skoraði síðan fjórða markið eftir rúmlega klukkutíma leik og Mario Götze innsiglaði 5-0 sigur undir lokin. Bayer Leverkusen tók annað sætið í A-riðlinum af Shakhtar Donetsk eftir öruggan 4-0 sigur á Úkraínumönnunum í Þýskalandi í kvöld. Stefan Kiessling skoraði tvö mörk fyrir Leverkusen í leiknum. Það gengur ekki vel hjá Íslendingaliðunum í Meistaradeildinni. Ajax er nánast úr leik eftir tap á móti Celtic í gær og í kvöld tapaði danska liðið FCK frá Kaupmannahöfn 3-1 á móti Galatasaray í Tyrklandi. Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-1 sigri á Juventus í B-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld og er þar með kominn með sjö mörk í þremur fyrstu leikjunum í keppninni í ár.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni:A-riðillManchester United - Real Sociedad 1-0 1-0 Sjálfsmark (2.)Bayer 04 Leverkusen - Shakhtar Donetsk 4-0 1-0 Stefan Kiessling (22.), 2-0 Simon Rolfes (50.), 3-0 Sidney Sam (57.), 4-0 Stefan Kiessling (72.)B-riðillGalatasaray - FC København 3-1 1-0 Felipe Melo (9.), 2-0 Wesley Sneijder (38.), 3-0 Didier Drogba (45.+1), 3-1 Claudemir (88.)Real Madrid - Juventus 2-1 1-0 Cristiano Ronaldo (4.), 1-1 Fernando Llorente (22.), 2-1 Cristiano Ronaldo, víti (28.)C-riðillAnderlecht - Paris Saint-Germain 0-5 0-1 Zlatan Ibrahimovic (17.), 0-2 Zlatan Ibrahimovic (22.), 0-3 Zlatan Ibrahimovic (36.), 0-4 Édinson Cavani (52.), 0-5 Zlatan Ibrahimović (62.)Benfica - Olympiakos 1-1 0-1 Alejandro Domínguez (29.), 1-1 Óscar Cardozo (84.)D-riðillCSKA Moskva - Manchester City 1-2 1-0 Zoran Tosic (32.), 1-1 Sergio Agüero (34.), 1-2 Sergio Agüero (42.)Bayern München - Viktoria Plzen 5-0 1-0 Franck Ribéry, víti (25.), 2-0 David Alaba (37.), 3-0 Franck Ribéry (61.), 4-0 Bastian Schweinsteiger (64.), 5-0 Mario Götze (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira