Sjálfsmark tryggði Manchester United þrjú stig á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2013 18:00 Mynd/NordicPhotos/Getty Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Manchester United hefur náð í sjö stig af níu mögulegum og er með eins stigs forskot á þýska liðið Bayer 04 Leverkusen sem tók annað sætið af Shakhtar Donetsk í kvöld. Wayne Rooney ruglaði varnarmenn spænska liðsins algjörlega í ríminu strax á 2. mínútu leiksins eftir snarpan einleik í teignum og átti síðan í framhaldinu skot í stöngina og út. Inigo Martínez var enn ringlaður eftir gabbhreyfingar Rooney og sendi frákastið klaufalega í eigið mark. Wayne Rooney fékk tækifæri til að bæta við marki í fyrri hálfleiknum en gestirnir úr Baskalandi fengu einnig sín færi og það besta þegar Antoine Griezmann skaut í stöngina úr aukaspyrnu rétt fyrir hálfleikinn. Það var vel tekist á og sex gul spjöld fóru á loft í fyrri hálfleiknum hjá hollenskum dómara leiksins. Alberto de la Bella hjá Real Sociedad átti skot í slá á 59. mínútu og fjórum mínútum síðar átti Antonio Valencia skot í stöngina hinum megin eftir frábæran undirbúning Wayne Rooney. Rooney fékk frábært færi til að skora á 71. mínútu en skaut yfir og stuðningsmenn United losnuðu ekki við stressið fyrr en að dómarinn Bas Nijhuis flautaði til leiksloka. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
Manchester United er í efsta sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir nauman 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad á Old Trafford í kvöld en það var sjálfsmark á annarri mínútu leiksins sem skildi á milli liðanna. Wayne Rooney átti frábæran leik og fékk fullt af færum til að skora en hann átti mikinn þátt í eina marki leiksins. Manchester United hefur náð í sjö stig af níu mögulegum og er með eins stigs forskot á þýska liðið Bayer 04 Leverkusen sem tók annað sætið af Shakhtar Donetsk í kvöld. Wayne Rooney ruglaði varnarmenn spænska liðsins algjörlega í ríminu strax á 2. mínútu leiksins eftir snarpan einleik í teignum og átti síðan í framhaldinu skot í stöngina og út. Inigo Martínez var enn ringlaður eftir gabbhreyfingar Rooney og sendi frákastið klaufalega í eigið mark. Wayne Rooney fékk tækifæri til að bæta við marki í fyrri hálfleiknum en gestirnir úr Baskalandi fengu einnig sín færi og það besta þegar Antoine Griezmann skaut í stöngina úr aukaspyrnu rétt fyrir hálfleikinn. Það var vel tekist á og sex gul spjöld fóru á loft í fyrri hálfleiknum hjá hollenskum dómara leiksins. Alberto de la Bella hjá Real Sociedad átti skot í slá á 59. mínútu og fjórum mínútum síðar átti Antonio Valencia skot í stöngina hinum megin eftir frábæran undirbúning Wayne Rooney. Rooney fékk frábært færi til að skora á 71. mínútu en skaut yfir og stuðningsmenn United losnuðu ekki við stressið fyrr en að dómarinn Bas Nijhuis flautaði til leiksloka.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira