Síðasta tækifærið til að skrá sig í Jólastjörnuna 2013 23. október 2013 13:17 Jólastjörnukeppnin hefur vakið stormandi lukku undanfarin ár. Í fyrra vann Margrét Stella Kaldalóns keppnina. Margrét Stella flutti meðal annars jólalagið sívinsæla Ég hlakka svo til á tónleikunum það árið og vakti mikla athygli. Í myndskeiði sem fylgir má sjá þegar Margréti Stellu var tilkynnt að hún hefði verið valin úr um fimm hundruð umsækjendum, Jólastjarna ársins 2012.Hér er hægt að skrá sig í keppnina í ár. Stöð 2, Góa, Fjarðarkaup og Sena standa nú fyrir söngkeppni fyrir unga snillinga þriðja árið í röð og sigurvegarinn kemur fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af stjörnum laugardaginn 14. desember á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins. Þátttakendur syngja lag að eigin vali, með sínu nefi og senda okkur hlekk á myndbandsupptöku af söngnum. 10 bestu söngvararnir að mati dómnefndar verða boðaðir í prufur og eftir þær mun sigurvegarinn koma í ljós. Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni og afhjúpa sigurvegarann þegar af því kemur. Við biðjum þátttakendur vinsamlegast að fylla út upplýsingar í þar til gerða reiti hér fyrir neðan. Setja þarf meðal annars inn hlekki á myndbönd eða skrár þar sem þátttakendur láta ljós sitt skína. Við bendum á myndbandasíður á borð við YouTube og Vimeo. Einnig er hægt að senda hlekki á skrár á skráarhýsingarsíðum á borð við WeTransfer.com, Dropbox, Box.com, Google Drive eða aðra staði sem dómnefnd getur auðveldlega nálgast myndböndin á. Myndböndin eða skrárnar skal merkja á þennan hátt: Jólastjarnan 2013 - Nafn keppanda. Lagaval er algjörlega frjálst og má lagið sem sungið er vera eftir hvern sem er, af hvaða tegund sem er, á íslensku eða útlensku; það má vera jólalag en þarf þess ekki. Þátttakendur ráða því að auki hvort þeir syngi við undirspil eður ei. Skráningu lýkur á miðnætti í kvöld. 10 krakkar verða í kjölfarið boðaðir í prufur og sigurvegarinn verður svo afhjúpaður í Íslandi í dag.Aldurstakmark: 16 ára og yngri.Skilyrði: Allir þátttakendur þurfa leyfi forráðamanna.Dómnefnd: Björgvin Halldórsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Gunnar Helgason og Hulda Björk Garðarsdóttir. Jólastjarnan Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Sjá meira
Jólastjörnukeppnin hefur vakið stormandi lukku undanfarin ár. Í fyrra vann Margrét Stella Kaldalóns keppnina. Margrét Stella flutti meðal annars jólalagið sívinsæla Ég hlakka svo til á tónleikunum það árið og vakti mikla athygli. Í myndskeiði sem fylgir má sjá þegar Margréti Stellu var tilkynnt að hún hefði verið valin úr um fimm hundruð umsækjendum, Jólastjarna ársins 2012.Hér er hægt að skrá sig í keppnina í ár. Stöð 2, Góa, Fjarðarkaup og Sena standa nú fyrir söngkeppni fyrir unga snillinga þriðja árið í röð og sigurvegarinn kemur fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af stjörnum laugardaginn 14. desember á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins. Þátttakendur syngja lag að eigin vali, með sínu nefi og senda okkur hlekk á myndbandsupptöku af söngnum. 10 bestu söngvararnir að mati dómnefndar verða boðaðir í prufur og eftir þær mun sigurvegarinn koma í ljós. Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni og afhjúpa sigurvegarann þegar af því kemur. Við biðjum þátttakendur vinsamlegast að fylla út upplýsingar í þar til gerða reiti hér fyrir neðan. Setja þarf meðal annars inn hlekki á myndbönd eða skrár þar sem þátttakendur láta ljós sitt skína. Við bendum á myndbandasíður á borð við YouTube og Vimeo. Einnig er hægt að senda hlekki á skrár á skráarhýsingarsíðum á borð við WeTransfer.com, Dropbox, Box.com, Google Drive eða aðra staði sem dómnefnd getur auðveldlega nálgast myndböndin á. Myndböndin eða skrárnar skal merkja á þennan hátt: Jólastjarnan 2013 - Nafn keppanda. Lagaval er algjörlega frjálst og má lagið sem sungið er vera eftir hvern sem er, af hvaða tegund sem er, á íslensku eða útlensku; það má vera jólalag en þarf þess ekki. Þátttakendur ráða því að auki hvort þeir syngi við undirspil eður ei. Skráningu lýkur á miðnætti í kvöld. 10 krakkar verða í kjölfarið boðaðir í prufur og sigurvegarinn verður svo afhjúpaður í Íslandi í dag.Aldurstakmark: 16 ára og yngri.Skilyrði: Allir þátttakendur þurfa leyfi forráðamanna.Dómnefnd: Björgvin Halldórsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Gunnar Helgason og Hulda Björk Garðarsdóttir.
Jólastjarnan Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Sjá meira