Wayne Rooney átti mjög góðan leik í kvöld þegar Manchester United vann 1-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad í Meistaradeildinni í fótbolta.
Rooney náði ekki að skora þrátt fyrir mörg úrvalsfæri en átti mikinn þátt í sigurmarkinu sem var sjálfsmark eftir rúmar mínútu.
„Við áttum að vinna þetta 3-0, 4-0 eða 5-0 en við erum ánægðir með sigurinn," sagði Wayne Rooney við SkySports.
„Við áttum þessi þrjú stig skilin. Við vörðumst vel í þessum leik og það er alltaf ánægjulegt að halda hreinu," sagði Rooney.
„Við sköpuðum fullt af færum og á öðrum degi hefðum við nýtt þau og unnið þægilegan sigur," sagði Rooney.
Það reyndi á Wayne Rooney í kvöld því Robin van Persie var ekki í leikmannahópi United í kvöld. Manchester United en nú með eins stigs forskot á Bayer 04 Leverkusen á toppi A-riðilsins.
Rooney: Við áttum að vinna þetta 3-0, 4-0 eða 5-0
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
