Áhugamenn um íslenska knattspyrnumenn- og dómara á erlendri grundu ættu að fylgjast grannt með gagngi mála á Sportstöðvum Stöðvar 2 í dag.
Aron Jóhannsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða að óbreyttu í byrjunarliði AZ Alkmaar sem sækir Shakhter Karagandy heim í Evrópudeildinni klukkan 16. Leikurinn er í beinni á Sport 3.
Klukkustund síðar verður flautað til leiks hjá Sheriff Tiraspol og Tottenham í sömu keppni. Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Lundúnaliðinu á leiktíðinni. Leikurinn hefst klukkan 17 á Stöð 2 Sport.
Íslenskur dómarasextett sér svo til þess að allt fari vel fram hjá Swansea og Kuban Krasnodar klukkan 19 í Wales. Kristinn Jakobsson fer fyrir dómarahópnum sem fær metnaðarfullt verkefni í kvöld.
Íslendingadagur á Sportstöðvunum
