Vettel: Erfitt að vera púaður Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 27. október 2013 12:42 MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall hefur Sebastian Vettel fjórum sinnum staðið upp sem heimsmeistari ökuþóra í Formúla 1 kappakstrinum. Vettel varð í dag þriðji ökumaðurinn til að vinna fjórða árið í röð en áður höfðu aðeins Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio afrekað það. Vettel undirstrikaði yfirburði sína þegar hann kom í mark hálfri mínútu á undan næsta manni í Indlandi í morgun og fagnaði heimsmeistaratitlinum þó enn séu þrjú mót eftir af tímabilinu. „Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil þó utanaðkomandi hafi haldið annað. Fyrir mig persónulega hefur verið mjög erfitt að vera púaður,“ sagði Vettel en baulað var á hann í Belgíu, Silverstone og í Kanada. „Ég er mjög stoltur að standast það og svara fyrir mig á brautinni,“ sagði Vettel með tárin í augunum að loknum kappakstrinum í morgun. „Það er ótrúlegt að berjast við suma af bestu ökumönnum heims og standa uppi sem sigurvegari. Mér líður ekki eins og ég sé gamall og að ná þessum árangri svona skjótt er erfitt að meta, ég átta mig kannski á þessu eftir tíu ár, hvaða afrek við höfum unnið.“ Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall hefur Sebastian Vettel fjórum sinnum staðið upp sem heimsmeistari ökuþóra í Formúla 1 kappakstrinum. Vettel varð í dag þriðji ökumaðurinn til að vinna fjórða árið í röð en áður höfðu aðeins Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio afrekað það. Vettel undirstrikaði yfirburði sína þegar hann kom í mark hálfri mínútu á undan næsta manni í Indlandi í morgun og fagnaði heimsmeistaratitlinum þó enn séu þrjú mót eftir af tímabilinu. „Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil þó utanaðkomandi hafi haldið annað. Fyrir mig persónulega hefur verið mjög erfitt að vera púaður,“ sagði Vettel en baulað var á hann í Belgíu, Silverstone og í Kanada. „Ég er mjög stoltur að standast það og svara fyrir mig á brautinni,“ sagði Vettel með tárin í augunum að loknum kappakstrinum í morgun. „Það er ótrúlegt að berjast við suma af bestu ökumönnum heims og standa uppi sem sigurvegari. Mér líður ekki eins og ég sé gamall og að ná þessum árangri svona skjótt er erfitt að meta, ég átta mig kannski á þessu eftir tíu ár, hvaða afrek við höfum unnið.“
Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira