Sjálfvirk bensínáfylling Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2013 09:32 Ef til vill sætir furðu að ekki hafi fyrr verið boðið upp á sjálfvirka áfyllingu eldsneytis, en bíleigendur hafa hingað til þurft að fylla á bíla sína sjálfir eða fá þjónustu starfsmanna eldsneytisstöðvanna. Fyrirtækin Husky og Fuelmatics hafa nú í samstarfi framleitt sjálfvirka dælu sem þau sýndu um daginn í bandarísku borginni Atlanta. Vélmenni finnur fyrst bensínlokið og opnar það með sogskál. Kaupandinn velur á snertiskjá hvaða gerð eldsneytis skal keypt. Því næst setur búnaðurinn réttan stút í eldsneytislokið og hefur dælingu. Dæling eldsneytis með þessum búnaði tekur 30% minni tíma að sögn framleiðendanna. Framleiðendur þessa búnaðar hafa mikla trú á því að eldsneytisstöðvar framtíðarinnar verði svona búnar, en það gæti tekið dágóðan tíma að koma því til leiðar. Sjá má virkni sjálfvirka áfyllingarbúnaðarins í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent
Ef til vill sætir furðu að ekki hafi fyrr verið boðið upp á sjálfvirka áfyllingu eldsneytis, en bíleigendur hafa hingað til þurft að fylla á bíla sína sjálfir eða fá þjónustu starfsmanna eldsneytisstöðvanna. Fyrirtækin Husky og Fuelmatics hafa nú í samstarfi framleitt sjálfvirka dælu sem þau sýndu um daginn í bandarísku borginni Atlanta. Vélmenni finnur fyrst bensínlokið og opnar það með sogskál. Kaupandinn velur á snertiskjá hvaða gerð eldsneytis skal keypt. Því næst setur búnaðurinn réttan stút í eldsneytislokið og hefur dælingu. Dæling eldsneytis með þessum búnaði tekur 30% minni tíma að sögn framleiðendanna. Framleiðendur þessa búnaðar hafa mikla trú á því að eldsneytisstöðvar framtíðarinnar verði svona búnar, en það gæti tekið dágóðan tíma að koma því til leiðar. Sjá má virkni sjálfvirka áfyllingarbúnaðarins í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent