Ísland meðal tökustaða í Transformers Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. október 2013 16:36 Leifur vildi ekki gefa upp tökustaði Transformers-myndarinnar (t.v.) og Jupiter Ascending að svo stöddu. Meðal verkefna sem framleiðslufyrirtækið Truenorth kom að á árinu voru kvikmyndirnar Transformers: Age of Extinction eftir Michael Bay og Jupiter Ascending í leikstjórn Wachowski-systkinanna. Í báðum tilfellum er um umfangsmikla framleiðslu að ræða en tökurnar hér á landi einskorðuðust við loftmyndatökur af íslenskri náttúru. Leifur P. Dagfinnsson hjá Truenorth vill þó ekki gefa upp hvar tökurnar fóru fram. „Nei ekki að svo stöddu. Við verðum að virða sjónarmið kúnna okkar,“ segir Leifur en að hans sögn voru á milli 20 og 30 manns í hvoru tökuliði fyrir sig, en þau voru skipuð erlendu jafnt sem innlendu starfsfólki. Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður kvikmyndagerðarfólks undanfarin misseri og svo virðist sem vísindaskáldsögumyndir sé sú tegund mynda sem helst er tekin hér. „Landslagið er auðvitað stór þáttur í þessu en 20 prósenta skattaafslátturinn hjálpar til. Hins vegar ef við ætlum að vera samkeppnishæfari verðum við að gera enn betur, sérstaklega í ljósi þess að nú mun líklega draga úr framleiðslu á innlendu, leiknu efni vegna afturköllunina á framlögum til Kvikmyndasjóðs.“Ísland ekki ódýrasta land í heimi Leifur talar um 25 til 30 prósenta afslátt eða að bjóða erlendu kvikmyndagerðarfólki aflandskrónur á lægra gengi. „Eins og staðan er núna þá sleppur þetta, en Ísland er alls ekki ódýrasta land í heimi. Allir sem hingað koma tala um hvað vinnuaflið hér sé öflugt og fólkið þægilegt og þess vegna verðum við að halda þessu gangandi,“ segir Leifur. Aðspurður hvort hugmyndum um frekari afslátt hafi verið komið áleiðis til nýrrar ríkisstjórnar segir Leifur að verið sé að vinna í því. „Við erum alltaf að vinna í því að koma þeim á framfæri. En það þarf klárlega að setjast niður með þeim undir fjögur augu og fara yfir þetta. Við erum að taka saman tölur og gögn fyrir síðasta ár til að hafa í höndunum til að sýna fram á hvaða þýðingu þetta hefur.“ Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Meðal verkefna sem framleiðslufyrirtækið Truenorth kom að á árinu voru kvikmyndirnar Transformers: Age of Extinction eftir Michael Bay og Jupiter Ascending í leikstjórn Wachowski-systkinanna. Í báðum tilfellum er um umfangsmikla framleiðslu að ræða en tökurnar hér á landi einskorðuðust við loftmyndatökur af íslenskri náttúru. Leifur P. Dagfinnsson hjá Truenorth vill þó ekki gefa upp hvar tökurnar fóru fram. „Nei ekki að svo stöddu. Við verðum að virða sjónarmið kúnna okkar,“ segir Leifur en að hans sögn voru á milli 20 og 30 manns í hvoru tökuliði fyrir sig, en þau voru skipuð erlendu jafnt sem innlendu starfsfólki. Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður kvikmyndagerðarfólks undanfarin misseri og svo virðist sem vísindaskáldsögumyndir sé sú tegund mynda sem helst er tekin hér. „Landslagið er auðvitað stór þáttur í þessu en 20 prósenta skattaafslátturinn hjálpar til. Hins vegar ef við ætlum að vera samkeppnishæfari verðum við að gera enn betur, sérstaklega í ljósi þess að nú mun líklega draga úr framleiðslu á innlendu, leiknu efni vegna afturköllunina á framlögum til Kvikmyndasjóðs.“Ísland ekki ódýrasta land í heimi Leifur talar um 25 til 30 prósenta afslátt eða að bjóða erlendu kvikmyndagerðarfólki aflandskrónur á lægra gengi. „Eins og staðan er núna þá sleppur þetta, en Ísland er alls ekki ódýrasta land í heimi. Allir sem hingað koma tala um hvað vinnuaflið hér sé öflugt og fólkið þægilegt og þess vegna verðum við að halda þessu gangandi,“ segir Leifur. Aðspurður hvort hugmyndum um frekari afslátt hafi verið komið áleiðis til nýrrar ríkisstjórnar segir Leifur að verið sé að vinna í því. „Við erum alltaf að vinna í því að koma þeim á framfæri. En það þarf klárlega að setjast niður með þeim undir fjögur augu og fara yfir þetta. Við erum að taka saman tölur og gögn fyrir síðasta ár til að hafa í höndunum til að sýna fram á hvaða þýðingu þetta hefur.“
Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira