Poppkornsát dregur úr áhrifamætti auglýsinga Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. október 2013 13:41 96 manns var boðið að horfa á kvikmynd og helmingur fékk allt það poppkorn sem það gat í sig látið. mynd/getty Að borða poppkorn gerir bíógesti ónæma fyrir auglýsingum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var við Kölnarháskóla í Þýskalandi. 96 manns var boðið að horfa á kvikmynd og helmingur fékk allt það poppkorn sem það gat í sig látið. Hinn helmingur bíógesta fékk einn sykurmola á mann til þess að sjúga. Meðan á þessu stóð voru spilaðar auglýsingar sem ekki höfðu áður sést í Þýskalandi. Viku síðar voru þátttakendum sýndar ljósmyndir, bæði af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið sem og öðrum vörum, og kom í ljós að auglýsingarnar höfðu ekki haft nein áhrif á popphákana. Sykurmolahópurinn sýndi hins vegar mun jákvæðari viðbrögð við myndum af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið viku áður. Tilraunin var endurtekin með nýjum hópi fólks, í þetta skiptið 188 manns, nema að viku síðar voru þátttakendurnir látnir velja húðkrem og góðgerðarsamtök til að styrkja. Valkostirnir voru sex í hvoru tilfelli fyrir sig en þrjár tegundir húðkremanna og góðgerðarsamtakanna höfðu verið auglýstar viku áður. Sama niðurstaða fékkst, þar sem sykuræturnar völdu frekar þær vörutegundir sem höfðu verið auglýstar áður á meðan popphópurinn virtist ekki hafa orðið fyrri neinum áhrifum af auglýsingunum. Ástæðan fyrir þessu er talin sú að þegar mannsheilinn reynir að leggja nöfn nýrra vörumerkja á minnið sendir hann boð til tungu og munns. Þegar manneskjan er að borða truflar það hins vegar þessi boð. „Niðurstöðurnar benda til þess að sælgætissala í kvikmyndahúsum dragi úr áhrifum auglýsinganna,“ segir Sascha Topolinski, einn úr rannsóknarteyminu. „Í framtíðinni gætu auglýsendur farið að reyna að koma í veg fyrir að sælgæti sé selt áður en að kvikmyndasýningar hefjast.“ Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Að borða poppkorn gerir bíógesti ónæma fyrir auglýsingum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var við Kölnarháskóla í Þýskalandi. 96 manns var boðið að horfa á kvikmynd og helmingur fékk allt það poppkorn sem það gat í sig látið. Hinn helmingur bíógesta fékk einn sykurmola á mann til þess að sjúga. Meðan á þessu stóð voru spilaðar auglýsingar sem ekki höfðu áður sést í Þýskalandi. Viku síðar voru þátttakendum sýndar ljósmyndir, bæði af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið sem og öðrum vörum, og kom í ljós að auglýsingarnar höfðu ekki haft nein áhrif á popphákana. Sykurmolahópurinn sýndi hins vegar mun jákvæðari viðbrögð við myndum af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið viku áður. Tilraunin var endurtekin með nýjum hópi fólks, í þetta skiptið 188 manns, nema að viku síðar voru þátttakendurnir látnir velja húðkrem og góðgerðarsamtök til að styrkja. Valkostirnir voru sex í hvoru tilfelli fyrir sig en þrjár tegundir húðkremanna og góðgerðarsamtakanna höfðu verið auglýstar viku áður. Sama niðurstaða fékkst, þar sem sykuræturnar völdu frekar þær vörutegundir sem höfðu verið auglýstar áður á meðan popphópurinn virtist ekki hafa orðið fyrri neinum áhrifum af auglýsingunum. Ástæðan fyrir þessu er talin sú að þegar mannsheilinn reynir að leggja nöfn nýrra vörumerkja á minnið sendir hann boð til tungu og munns. Þegar manneskjan er að borða truflar það hins vegar þessi boð. „Niðurstöðurnar benda til þess að sælgætissala í kvikmyndahúsum dragi úr áhrifum auglýsinganna,“ segir Sascha Topolinski, einn úr rannsóknarteyminu. „Í framtíðinni gætu auglýsendur farið að reyna að koma í veg fyrir að sælgæti sé selt áður en að kvikmyndasýningar hefjast.“
Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira