Viðskipti erlent

Twitter í hlutafjárútboð

Elimar Hauksson skrifar
Samfélagsmiðillinn Twitter hefur ákveðið að setja bréf í fyrirtækinu á hlutabréfamarkað og vonast með því til að afla einum milljarði Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljörðum íslenskra króna. Útboðið er talið það stærsta síðan Facebook fór á markað í fyrra.
Samfélagsmiðillinn Twitter hefur ákveðið að setja bréf í fyrirtækinu á hlutabréfamarkað og vonast með því til að afla einum milljarði Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljörðum íslenskra króna. Útboðið er talið það stærsta síðan Facebook fór á markað í fyrra. mynd/twitter
Samfélagsmiðillinn Twitter hefur ákveðið að setja bréf í fyrirtækinu á hlutabréfamarkað og vonast með því til að afla einum milljarði Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljörðum íslenskra króna.

Talið er að hlutafjárútboðið verði það stærsta í Sílikon dalnum frá því að Facebook setti bréf í fyrirtækinu á markað í maí 2012. 

Í tilkynningu sem fyrirtækið birti að sjálfsögðu á Twitter, segir að virkir notendur Twitter séu um 218 milljónir talsins ef miðað er við 30. júní á þessu ári. Á meðan notendum Twitter hefur fjölgað á milli ára hefur fyrirtækið tapað á hverju ári frá 2010 en það sem af er 2013 er skráð tap fyrirtækisins tæpir 70 milljón dollarar.

Þetta er í fyrsta skipti sem Twitter upplýsir um fjármál fyrirtækisins en í yfirlýsingunni kemur fram að 85% af tekjum Twitter komi frá sölu á auglýsingum og 65% af þeim tekjum komi frá auglýsingum í gegnum farsíma. 

Dagsetning á útboðinu hefur ekki enn verið gefin upp né heldur í hvaða kauphöll viðskipti með bréfin munu fara fram. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×