Guðmundur Ágúst annar í sterku háskólamóti Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. október 2013 07:00 Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sínum besta árangri í háskólagolfinu í gær. Mynd/East Tennessee State Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur náði góðum árangri og varð annar í Wolfpack Intercollegiate háskólamótinu sem lauk í gær í Norður-Karólínu. Guðmundur lék hringina þrjá í mótinu á 205 höggum eða 11 höggum undir pari. Hann varð tveimur höggum á eftir Carter Jenkins sem sigraði. Guðmundur lék hringina þrjá á 68, 66 og 71 höggi. Alls fékk Guðmundur 17 fugla á hringjunum þremur og er þetta hans besti árangur til þessa í háskólagolfinu en hann er á öðru ári sínu í bandaríska háskólagolfinu. Íslenski kylfingurinn leiddi sína menn í East Tennessee til sigurs í mótinu en lið skólans lék á samtals 21 höggi undir pari og varð 11 höggum á undan UNCG háskólanum sem hafnaði í öðru sæti. Guðmundur Ágúst er einn af efnilegstu kylfingum landsins og varð Íslandsmeistari í holukeppni síðastliðið sumar. Hann verður næst í eldlínunni um næstu helgi þegar leikið verður í Tennessee. Mest lesið Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur náði góðum árangri og varð annar í Wolfpack Intercollegiate háskólamótinu sem lauk í gær í Norður-Karólínu. Guðmundur lék hringina þrjá í mótinu á 205 höggum eða 11 höggum undir pari. Hann varð tveimur höggum á eftir Carter Jenkins sem sigraði. Guðmundur lék hringina þrjá á 68, 66 og 71 höggi. Alls fékk Guðmundur 17 fugla á hringjunum þremur og er þetta hans besti árangur til þessa í háskólagolfinu en hann er á öðru ári sínu í bandaríska háskólagolfinu. Íslenski kylfingurinn leiddi sína menn í East Tennessee til sigurs í mótinu en lið skólans lék á samtals 21 höggi undir pari og varð 11 höggum á undan UNCG háskólanum sem hafnaði í öðru sæti. Guðmundur Ágúst er einn af efnilegstu kylfingum landsins og varð Íslandsmeistari í holukeppni síðastliðið sumar. Hann verður næst í eldlínunni um næstu helgi þegar leikið verður í Tennessee.
Mest lesið Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira