Það hefur færst í aukana að knattspyrnumenn séu með húðflúr og jafnvel þó nokkuð mörg þeirra.
Nýliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu Guðlaugur Victor Pálsson er með eitt slíkt þar sem hann skartar nokkuð fallegri uglu.
Leikmaðurinn var á dögunum valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn og mun vera í landsliðshópnum í leikjunum gegn Kýpur og Norðmönnum í undankeppni HM sem fram fara þann 11. og 15. október.
Kári Árnason, liðsfélagi Guðlaugs hjá íslenska landsliðinu, birti í dag heldur skemmtilega mynd af Guðlaugi á Instagram síðu sinni en hann ku vera með eins húðflúr og sjálfur Justin Bieber. Meðmæli eða ekki, maður spyr sig?
