Hyundai notar i20 í WRC rallíheimsbikarinn Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2013 14:45 Nú er ljóst hvaða bíl Hyundai ætlar að nota í keppni heimsbikarsins í rallí, WRC keppnina frægu sem byrjar eftir um 100 daga. Hyundai kynnti það í desember síðastliðnum að fyrirtækið ætlaði að taka þátt í keppninni en ekki var ljóst hvað bíl þeir myndu beita þar. Það verður Hyundai i20 sem Hyundai reyndar notaði í ágúst síðastliðnum í rallkeppni í Finnlandi. Prófanir á bílnum hafa staðið yfir í allt sumar og ekki verður slegið slöku við á áframhaldandi prófunum á bílnum fram að fyrstu keppninni. Það eru ökumennirnir Bryan Bouffier og Juho Hanninen, enn einn Finninn, sem eru að prófa bílana og eru þeir líklegir til þess að verða keppendur Hyundai í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Höfuðstöðvar rallliðs Hyundai er staðsett rétt utan við þýsku borgina Frankfurt. Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Nú er ljóst hvaða bíl Hyundai ætlar að nota í keppni heimsbikarsins í rallí, WRC keppnina frægu sem byrjar eftir um 100 daga. Hyundai kynnti það í desember síðastliðnum að fyrirtækið ætlaði að taka þátt í keppninni en ekki var ljóst hvað bíl þeir myndu beita þar. Það verður Hyundai i20 sem Hyundai reyndar notaði í ágúst síðastliðnum í rallkeppni í Finnlandi. Prófanir á bílnum hafa staðið yfir í allt sumar og ekki verður slegið slöku við á áframhaldandi prófunum á bílnum fram að fyrstu keppninni. Það eru ökumennirnir Bryan Bouffier og Juho Hanninen, enn einn Finninn, sem eru að prófa bílana og eru þeir líklegir til þess að verða keppendur Hyundai í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Höfuðstöðvar rallliðs Hyundai er staðsett rétt utan við þýsku borgina Frankfurt.
Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent