Apple verðmætasta vörumerki heims Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. september 2013 11:28 Apple hefur heldur betur sótt í sig veðrið. Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hefur velt drykkjarframleiðandanum Coca Cola úr sessi sem verðmætasta vörumerki veraldar. Í fyrra var Apple í öðru sæti á lista bandaríska markaðsráðgjafafyrirtækisins Interbrand yfir verðmætustu vörumerki heims, og árið áður í áttunda sæti. Sætaskipti Apple marka tímamót því þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár sem Coca Cola er ekki verðmætasta vörumerkið, en drykkjarframleiðandinn fellur niður í þriðja sæti, því Google telst nú annað verðmætasta vörumerki veraldar. Í skýrslu Interbrand, þar sem listinn er kynntur, segir að Apple vörumerkið sé metið á um 98,3 milljarða dollara, eða um tólf þúsund milljarða íslenskra króna, og að verðmæti þess hafi aukist um 29 prósent frá fyrra ári. Þar kemur einnig fram að fimm fyrirtæki úr tæknigeiranum eru í hópi tíu verðmætustu vörumerkjanna, en fyrir utan Apple og Google, eru Microft, Samsung og Intel einnig í þeim hópi. Vörumerki IBM, sem situr í fjórða sæti listans, fellur undir vörumerki í fyrirtækjaþjónustu, og telst því ekki sem fyrirtæki úr tæknigeiranum, þó það uppfylli öll skilyrði þess. Listi Interbrand í heild sinni. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríska tæknifyrirtækið Apple hefur velt drykkjarframleiðandanum Coca Cola úr sessi sem verðmætasta vörumerki veraldar. Í fyrra var Apple í öðru sæti á lista bandaríska markaðsráðgjafafyrirtækisins Interbrand yfir verðmætustu vörumerki heims, og árið áður í áttunda sæti. Sætaskipti Apple marka tímamót því þetta er í fyrsta sinn í fjórtán ár sem Coca Cola er ekki verðmætasta vörumerkið, en drykkjarframleiðandinn fellur niður í þriðja sæti, því Google telst nú annað verðmætasta vörumerki veraldar. Í skýrslu Interbrand, þar sem listinn er kynntur, segir að Apple vörumerkið sé metið á um 98,3 milljarða dollara, eða um tólf þúsund milljarða íslenskra króna, og að verðmæti þess hafi aukist um 29 prósent frá fyrra ári. Þar kemur einnig fram að fimm fyrirtæki úr tæknigeiranum eru í hópi tíu verðmætustu vörumerkjanna, en fyrir utan Apple og Google, eru Microft, Samsung og Intel einnig í þeim hópi. Vörumerki IBM, sem situr í fjórða sæti listans, fellur undir vörumerki í fyrirtækjaþjónustu, og telst því ekki sem fyrirtæki úr tæknigeiranum, þó það uppfylli öll skilyrði þess. Listi Interbrand í heild sinni.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira