118 milljarða tap hjá BlackBerry Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. september 2013 09:00 BlackBerry var eitt sinn eitt vinsælasta snjallsímafyrirtæki í heimi. Það eru ekki bjartir tímar framundan hjá BlackBerry snjallsímafyrirtækinu. Leggja á niður 4500 störf og munu 40% af starfsmönnum fyrirtækisins missa vinnuna. BlackBerry greindi frá því í gær að tap fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa starfsárs hefði numið 620 milljónum punda eða því sem nemur 118 milljörðum íslenskra króna. „Við neyðumst til að ráðast í erfiðar en nauðsynlegar breytingar til að þrífast í þeirri miklu samkeppni sem er í þessari grein,“ segir Thorsten Heins, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þetta kanadíska fyrirtæki var leiðandi í þróun snjallsíma fyrir örfáum árum og var stofnað árið 1999. Á hátindi fyrirtækisins voru 20 þúsund starfsmenn á mála hjá fyrirtækinu. BlackBerry hefur orðið undir í samkeppni við Apple og Samsung á snjallsímamarkaðnum. Búist var við slæmri rekstarniðurstöðu á þriðja ársfjórðungi en tap fyrirtækisins var talsvert meira en búist var við. Endurskipuleggja þarf rekstur fyrirtækisins nánast frá grunni og því verður ráðist í umfangsmiklar uppsagnir á næstu vikum. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Það eru ekki bjartir tímar framundan hjá BlackBerry snjallsímafyrirtækinu. Leggja á niður 4500 störf og munu 40% af starfsmönnum fyrirtækisins missa vinnuna. BlackBerry greindi frá því í gær að tap fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa starfsárs hefði numið 620 milljónum punda eða því sem nemur 118 milljörðum íslenskra króna. „Við neyðumst til að ráðast í erfiðar en nauðsynlegar breytingar til að þrífast í þeirri miklu samkeppni sem er í þessari grein,“ segir Thorsten Heins, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þetta kanadíska fyrirtæki var leiðandi í þróun snjallsíma fyrir örfáum árum og var stofnað árið 1999. Á hátindi fyrirtækisins voru 20 þúsund starfsmenn á mála hjá fyrirtækinu. BlackBerry hefur orðið undir í samkeppni við Apple og Samsung á snjallsímamarkaðnum. Búist var við slæmri rekstarniðurstöðu á þriðja ársfjórðungi en tap fyrirtækisins var talsvert meira en búist var við. Endurskipuleggja þarf rekstur fyrirtækisins nánast frá grunni og því verður ráðist í umfangsmiklar uppsagnir á næstu vikum.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira