Bandarískt stórblað fjallar um Miðfjarðará - Draumaá stútfull af laxi Kristján Hjálmarsson skrifar 24. september 2013 10:02 Af heimasíðu The New York Times. Bandaríska stórblaðið The New York Times fjallar í dag um laxveiði í Miðfjarðará á heimasíðu sínu. Blaðamaðurinn Peter Kaminsky fer þar fögrum orðum um ána en yfirskrift pistilsins er A Dream River in Iceland sem mætti þýða sem Draumaá á Íslandi stútfull af laxi. Kaminsky, sem er vanari að veiða með tvíhendu í breiðum ám í Kanada og Rússlandi, fjallar um veiðiferð sína í Miðfjarðará í sumar og er vægast sagt afar hrifinn - ekki síst út af umhverfinu og því hversu auðvelt er að kasta út flugunni þar. Í pistlinum lýsir hann því meðal annars þegar hann veiðir 94 sentimetra lax - 15 til 16 punda - og á síðan í heimspekilegum vangaveltum um veiða/sleppa aðferðina. Kaminsky er ekki síst hrifinn af veiðistaðnum Svartafljóti. Stóra stundin fyrir Kaminski í Miðfjarðará er þegar hann fær að leika eftir myndbandi sem hann sá fyrir mörgum árum- eitthvað sem hann hafði dreymt lengi um. Þá stendur hann við veiðistaðinn, nokkuð hátt uppi, kastar nokkra metra niður í ánna og eftir ítarlegar leiðbeiningar frá leiðsögumanni sér hann hvar vænn fiskur rífur sig burt úr stórri torfu og ræðst á fluguna. Greinina má lesa í heild sinni á heimasíðu The New York Times. Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði
Bandaríska stórblaðið The New York Times fjallar í dag um laxveiði í Miðfjarðará á heimasíðu sínu. Blaðamaðurinn Peter Kaminsky fer þar fögrum orðum um ána en yfirskrift pistilsins er A Dream River in Iceland sem mætti þýða sem Draumaá á Íslandi stútfull af laxi. Kaminsky, sem er vanari að veiða með tvíhendu í breiðum ám í Kanada og Rússlandi, fjallar um veiðiferð sína í Miðfjarðará í sumar og er vægast sagt afar hrifinn - ekki síst út af umhverfinu og því hversu auðvelt er að kasta út flugunni þar. Í pistlinum lýsir hann því meðal annars þegar hann veiðir 94 sentimetra lax - 15 til 16 punda - og á síðan í heimspekilegum vangaveltum um veiða/sleppa aðferðina. Kaminsky er ekki síst hrifinn af veiðistaðnum Svartafljóti. Stóra stundin fyrir Kaminski í Miðfjarðará er þegar hann fær að leika eftir myndbandi sem hann sá fyrir mörgum árum- eitthvað sem hann hafði dreymt lengi um. Þá stendur hann við veiðistaðinn, nokkuð hátt uppi, kastar nokkra metra niður í ánna og eftir ítarlegar leiðbeiningar frá leiðsögumanni sér hann hvar vænn fiskur rífur sig burt úr stórri torfu og ræðst á fluguna. Greinina má lesa í heild sinni á heimasíðu The New York Times.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði