Óvíst er hvenær Kobe snýr aftur á völlinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. september 2013 11:00 Kobe Bryant Mynd/AP Kobe Bryant var viðstaddur í æfingarstöð Los Angeles Lakers í gær þegar fyrstu æfing liðsins fyrir komandi tímabil fór fram. Kobe sleit hásin seint á síðasta tímabili og hefur mikið verið rætt um vilja hans til að snúa aftur sem fyrst. Þratt fyrir að endurhæfingin gangi vel byrjar hann ekki að æfa strax með liðinu. Meiðsli Bryant í fyrra var rothöggið sem sló Lakers úr úrslitakeppninni í fyrra eftir skelfilegt tímabil. Mikið hafði verið rætt um möguleika liðsins eftir að hafa fengið Steve Nash og Dwight Howard til liðsins en liðið náði aldrei takt. Eftir að hafa náð að komast bakdyramegin í úrslitakeppnina var liðinu sópað út af San Antonio Spurs sannfærandi. Pau Gasol er að jafna sig eftir aðgerð í sumar, Heimsfriðurinn hélt til New York og þá ákvað Dwight Howard í sumar að taka hæfileika sína til Houston. Það verður spennandi að sjá hvernig hið nýja Lakers lið mun líta út og hvort Kobe verði klár hálfu ári eftir meiðslin. Kobe segist ekki horfa á ákveðna tímasetningu en útilokaði ekki að vera með í fyrsta leik tímabilsins eftir mánuð. „Mér líður bara nokkuð vel, við erum ekkert að skoða hvar ég ætti að vera samkvæmt einhverri tímatöflu. Ég verð að passa mig og nálgast þetta rétt, núna snýst þetta um að vera á réttum hraða og smátt og smátt auka við sig. Aðgerðin er búin og mér líður eins og það erfiðasta sé búið, núna er að komast í stand. Um leið og ég fer aftur út á völl verð ég tilbúinn, það er langt síðan ég spilaði alveg heill," sagði Bryant. NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Kobe Bryant var viðstaddur í æfingarstöð Los Angeles Lakers í gær þegar fyrstu æfing liðsins fyrir komandi tímabil fór fram. Kobe sleit hásin seint á síðasta tímabili og hefur mikið verið rætt um vilja hans til að snúa aftur sem fyrst. Þratt fyrir að endurhæfingin gangi vel byrjar hann ekki að æfa strax með liðinu. Meiðsli Bryant í fyrra var rothöggið sem sló Lakers úr úrslitakeppninni í fyrra eftir skelfilegt tímabil. Mikið hafði verið rætt um möguleika liðsins eftir að hafa fengið Steve Nash og Dwight Howard til liðsins en liðið náði aldrei takt. Eftir að hafa náð að komast bakdyramegin í úrslitakeppnina var liðinu sópað út af San Antonio Spurs sannfærandi. Pau Gasol er að jafna sig eftir aðgerð í sumar, Heimsfriðurinn hélt til New York og þá ákvað Dwight Howard í sumar að taka hæfileika sína til Houston. Það verður spennandi að sjá hvernig hið nýja Lakers lið mun líta út og hvort Kobe verði klár hálfu ári eftir meiðslin. Kobe segist ekki horfa á ákveðna tímasetningu en útilokaði ekki að vera með í fyrsta leik tímabilsins eftir mánuð. „Mér líður bara nokkuð vel, við erum ekkert að skoða hvar ég ætti að vera samkvæmt einhverri tímatöflu. Ég verð að passa mig og nálgast þetta rétt, núna snýst þetta um að vera á réttum hraða og smátt og smátt auka við sig. Aðgerðin er búin og mér líður eins og það erfiðasta sé búið, núna er að komast í stand. Um leið og ég fer aftur út á völl verð ég tilbúinn, það er langt síðan ég spilaði alveg heill," sagði Bryant.
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira