Fótbolti

Messi til bjargar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lionel Messi hefur farið á kostum í upphafi leiktíðar. Hér fagnar hann marki ásamt Neymar.
Lionel Messi hefur farið á kostum í upphafi leiktíðar. Hér fagnar hann marki ásamt Neymar. Nordicphotos/Getty
Lionel Messi kom Barcelona enn einu sinni til bjargar í 3-2 heimasigri á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Dani Alves kom Börsungum yfir í fyrri hálfleik og flestir héldu að sigur Börsunga væri vís þegar Messi skoraði annað markið á 75. mínútu. Sevilla menn voru svekktir enda var fullkomlega löglegt mark tekið af liðinu skömmu áður.

Ivan Rakitic minnkaði hins vegar muninn tíu mínútum fyrir leikslok. Mark Króatans kveikti í Sevilla sem jafnaði metin á lokamínútu venjulega leiktíma. Coke skoraði þá eftir hornspyrnu.

Það var enn tími fyrir Lionel Messi. Argentínumaðurinn keyrði á varnarmenn Sevilla í viðbótartíma. Messi náði skoti sem Beto í marki Sevilla varði. Alexis Sanchez náði hins vegar frákastinu og tryggði Barcelona 3-2 sigur.

Barcelona hefur unnið alla fjóra leiki sína í deildinni og situr í toppsætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×