Innlent

Segir fingurskannann í iPhone geta verið stórslys

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Það eru ekki allir eins hrifnir af fingrafaraskannanum sem er í iPhone 5s símanum frá Apple.
Það eru ekki allir eins hrifnir af fingrafaraskannanum sem er í iPhone 5s símanum frá Apple. Mynd/Apple
Ein helsta nýjungin í iPhone 5s símanum, sem Apple kynnti nýverið, er fingrafaraskanni sem á að auka öryggi símans til muna. Með skannanum á að tryggja að aðeins eigandinn gæti opnað stjórnborð símans. Vonir standa til að í kjölfarið muni þjófnaður á símanum dragast verulega saman.

Þjóðverjinn Johannes Caspar, sem sérhæfir sig í hugbúnaðaröryggi, segir í samtali við Der Spiegel í Þýskalandi að þetta útspil Apple geti verið stórslys í uppsiglingu. Hann hefur áhyggjur af því að tölvuhakkarar muni geta hakkað sig inn í síma og stolið gögnum um fingraför einstaklinga.

Forrit í símanum nemur fingrafar eiganda símans kjósi hann að nýta sér forritið. Caspar telur að það sé hægt að hakka sig inn í símann og stela þessum upplýsingum. Hann segir söguna tala sínu máli og það hafi verið sýnt fram á, t.d. með hakkaraforritum líkt og Prism, hversu auðvelt það sé að hakka sig inn í iPhone síma og stela þaðan göngnum sem vistuð eru í símanum. Caspar hvetur iPhone eigendur til að halda sig frá fingrafaraskannanum.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá kynningu frá Apple á því hvernig fingrafaraskanninn virkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×