Fótbolti

Rooney: Stoltur af því að hafa skorað 200 mörk fyrir Man. United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney fagnar í kvöld.
Wayne Rooney fagnar í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty
Wayne Rooney var kátur eftir 4-2 sigur Manchester United á Bayer Leverkusen á Old Trafford í kvöld í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Rooney skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í þessum góða sigri. Með þessum tveimur mörkum Rooney komst hann upp í tvö hundruð mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United.

„Ég er mjög stoltur af því að hafa náð því að skora tvö hundraðasta markið mitt fyrir Manchester United. Ég er líka mjög ánægður með að vera farinn að spila á ný," sagði Wayne Rooney við BBC.

„Þetta er góð úrslit því fyrsti leikurinn í Meistaradeildinni er mjög mikilvægur," sagði Rooney.

„Ég einbeiti mér að mínum fótbolta, er með hausinn á réttum stað og er að leggja mikið á mig. Ég er sáttur með það hvernig ég hef komið til baka," sagði Rooney en það var mikil óvissa með framtíð hans hjá félaginu á meðan félagsskiptaglugginn var opinn.

„Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir og ég fæ alltaf magnaðar móttökur. Vonandi get ég launað þeim stuðninginn með fleiri svona frammistöðum eins og í kvöld. Stjórinn er að læra mikið en í kvöld snérist allt um að ná fyrsta sigrinum," sagði Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×