Fundu 6 lík í bílflökum á botni stöðuvatns Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2013 14:45 Bílflökin sem dregin voru upp úr vatninu. Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum voru á venjubundinni æfingu með sónartæki við stöðuvatnið Foss Lake þegar þeir urðu varir við tvö bílflök. Þegar þau voru dregin á þurrt kom í ljós að alls 6 lík, þrjú í hvorum bíl voru í bílflökunum. Í öðrum bílnum, af árgerð 1950, telja lögreglumennirnir að sé par sem saknað hefur verið lengi, en vitað var að þau týndust á leið sinni til Canute rétt uppúr 1960. Hún hefur hinsvegar enga hugmynd um hver þriðji farþeginn í bílnum er. Hinn bíllinn, 1969 árgerð af Chevrolet Camaro, inniheldur líklega, að sögn lögreglunnar, þrjá unglinga sem saknað var í nóvember árið 1970. Unglingarnir voru 18 ára stúlka, 18 og 16 ára piltar. Það sem er kannski einkennilegast við þennan fund er af hverju vatnið var ekki slægt áður í leitinni af öllu þessu fólki og að þau finnist loksins nú. Rannsóknaraðferðir lögreglunnar hafa víst verið frumstæðari þá og hún ekki eins vel tækjum búin og nú er. Þessi fundur hefur nú leyst nokkrar ráðgátur fyrri tíma. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent
Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum voru á venjubundinni æfingu með sónartæki við stöðuvatnið Foss Lake þegar þeir urðu varir við tvö bílflök. Þegar þau voru dregin á þurrt kom í ljós að alls 6 lík, þrjú í hvorum bíl voru í bílflökunum. Í öðrum bílnum, af árgerð 1950, telja lögreglumennirnir að sé par sem saknað hefur verið lengi, en vitað var að þau týndust á leið sinni til Canute rétt uppúr 1960. Hún hefur hinsvegar enga hugmynd um hver þriðji farþeginn í bílnum er. Hinn bíllinn, 1969 árgerð af Chevrolet Camaro, inniheldur líklega, að sögn lögreglunnar, þrjá unglinga sem saknað var í nóvember árið 1970. Unglingarnir voru 18 ára stúlka, 18 og 16 ára piltar. Það sem er kannski einkennilegast við þennan fund er af hverju vatnið var ekki slægt áður í leitinni af öllu þessu fólki og að þau finnist loksins nú. Rannsóknaraðferðir lögreglunnar hafa víst verið frumstæðari þá og hún ekki eins vel tækjum búin og nú er. Þessi fundur hefur nú leyst nokkrar ráðgátur fyrri tíma.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent