Porsche ætlar Macan stóra hluti í Kína Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2013 15:30 Porsche Macan Næsta afurð sportbílaframleiðandans Porsche, jepplingurinn Macan, sem kemur á markað á næsta ári á að rífa upp söluna á Porsche bílum á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Porsche bílar eru óhemju dýrir í Kína og kostar til dæmis Porsche Cayenne 18 milljónir króna þar. Ástæða þess er að hann er ekki framleiddur þarlendis, heldur í Þýskalandi, en gríðarháir tollar eru á innfluttum bílum í Kína. Porsche framleiðir reyndar alla sína bíla í Þýskalandi, öndvert við marga aðra lúxusbílaframleiðendur og gæti Porsche því örugglega selt fleiri bíla á fjarlægum mörkuðum ef verksmíðjur þeirra væru víðar. Mikil eftirspurn er enn eftir dýrum og flottum bílum í Kína og nýríkir íbúar landsins er langt frá því að vera saddir hvað varðar kaup á þeim. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent
Næsta afurð sportbílaframleiðandans Porsche, jepplingurinn Macan, sem kemur á markað á næsta ári á að rífa upp söluna á Porsche bílum á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Porsche bílar eru óhemju dýrir í Kína og kostar til dæmis Porsche Cayenne 18 milljónir króna þar. Ástæða þess er að hann er ekki framleiddur þarlendis, heldur í Þýskalandi, en gríðarháir tollar eru á innfluttum bílum í Kína. Porsche framleiðir reyndar alla sína bíla í Þýskalandi, öndvert við marga aðra lúxusbílaframleiðendur og gæti Porsche því örugglega selt fleiri bíla á fjarlægum mörkuðum ef verksmíðjur þeirra væru víðar. Mikil eftirspurn er enn eftir dýrum og flottum bílum í Kína og nýríkir íbúar landsins er langt frá því að vera saddir hvað varðar kaup á þeim.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent