Porsche ætlar Macan stóra hluti í Kína Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2013 15:30 Porsche Macan Næsta afurð sportbílaframleiðandans Porsche, jepplingurinn Macan, sem kemur á markað á næsta ári á að rífa upp söluna á Porsche bílum á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Porsche bílar eru óhemju dýrir í Kína og kostar til dæmis Porsche Cayenne 18 milljónir króna þar. Ástæða þess er að hann er ekki framleiddur þarlendis, heldur í Þýskalandi, en gríðarháir tollar eru á innfluttum bílum í Kína. Porsche framleiðir reyndar alla sína bíla í Þýskalandi, öndvert við marga aðra lúxusbílaframleiðendur og gæti Porsche því örugglega selt fleiri bíla á fjarlægum mörkuðum ef verksmíðjur þeirra væru víðar. Mikil eftirspurn er enn eftir dýrum og flottum bílum í Kína og nýríkir íbúar landsins er langt frá því að vera saddir hvað varðar kaup á þeim. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent
Næsta afurð sportbílaframleiðandans Porsche, jepplingurinn Macan, sem kemur á markað á næsta ári á að rífa upp söluna á Porsche bílum á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Porsche bílar eru óhemju dýrir í Kína og kostar til dæmis Porsche Cayenne 18 milljónir króna þar. Ástæða þess er að hann er ekki framleiddur þarlendis, heldur í Þýskalandi, en gríðarháir tollar eru á innfluttum bílum í Kína. Porsche framleiðir reyndar alla sína bíla í Þýskalandi, öndvert við marga aðra lúxusbílaframleiðendur og gæti Porsche því örugglega selt fleiri bíla á fjarlægum mörkuðum ef verksmíðjur þeirra væru víðar. Mikil eftirspurn er enn eftir dýrum og flottum bílum í Kína og nýríkir íbúar landsins er langt frá því að vera saddir hvað varðar kaup á þeim.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent