Porsche ætlar Macan stóra hluti í Kína Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2013 15:30 Porsche Macan Næsta afurð sportbílaframleiðandans Porsche, jepplingurinn Macan, sem kemur á markað á næsta ári á að rífa upp söluna á Porsche bílum á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Porsche bílar eru óhemju dýrir í Kína og kostar til dæmis Porsche Cayenne 18 milljónir króna þar. Ástæða þess er að hann er ekki framleiddur þarlendis, heldur í Þýskalandi, en gríðarháir tollar eru á innfluttum bílum í Kína. Porsche framleiðir reyndar alla sína bíla í Þýskalandi, öndvert við marga aðra lúxusbílaframleiðendur og gæti Porsche því örugglega selt fleiri bíla á fjarlægum mörkuðum ef verksmíðjur þeirra væru víðar. Mikil eftirspurn er enn eftir dýrum og flottum bílum í Kína og nýríkir íbúar landsins er langt frá því að vera saddir hvað varðar kaup á þeim. Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent
Næsta afurð sportbílaframleiðandans Porsche, jepplingurinn Macan, sem kemur á markað á næsta ári á að rífa upp söluna á Porsche bílum á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Porsche bílar eru óhemju dýrir í Kína og kostar til dæmis Porsche Cayenne 18 milljónir króna þar. Ástæða þess er að hann er ekki framleiddur þarlendis, heldur í Þýskalandi, en gríðarháir tollar eru á innfluttum bílum í Kína. Porsche framleiðir reyndar alla sína bíla í Þýskalandi, öndvert við marga aðra lúxusbílaframleiðendur og gæti Porsche því örugglega selt fleiri bíla á fjarlægum mörkuðum ef verksmíðjur þeirra væru víðar. Mikil eftirspurn er enn eftir dýrum og flottum bílum í Kína og nýríkir íbúar landsins er langt frá því að vera saddir hvað varðar kaup á þeim.
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent