Rússar taka skip Greenpeace 19. september 2013 21:57 Skip Greenpeace, Arctic Sunrise. Mynd/Greenpeace. Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. Rússar höfðu áður handtekið tvo Grænfriðunga sem klifruðu upp á síðu pallsins. Hafði utanríkisráðuneyti Rússlands sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðgerðum Greenpeace var lýst sem ögrandi og ógnandi, þær gætu haft alvarlegar afleiðingar og stefnt mannslífum í hættu. Greenpeace sagði að strandgæsluliðarnir hefðu sigið úr þyrlu um borð í skip samtakanna, Arctic Sunrise. Þau skilaboð hefðu borist frá skipinu, rétt áður en sambandið rofnaði, að meðlimir samtakanna væru í haldi um borð, þeim hefði verið skipað að vera á hnjánum og vélbyssum væri beint að þeim. Talsmaður Greenpeace sagði svo harkalegar aðgerðir í engu samræmi við friðsamleg mótmæli samtakanna, en þau beinast gegn vaxandi olíuvinnslu á Norðurslóðum. Skoraði hann á Pútín forseta að hemja strandgæsluna og láta hana slíðra vopn sín. Krafðist hann þess að skipið og 29 manna áhöfn þess yrðu þegar í stað látin laus. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. Rússar höfðu áður handtekið tvo Grænfriðunga sem klifruðu upp á síðu pallsins. Hafði utanríkisráðuneyti Rússlands sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðgerðum Greenpeace var lýst sem ögrandi og ógnandi, þær gætu haft alvarlegar afleiðingar og stefnt mannslífum í hættu. Greenpeace sagði að strandgæsluliðarnir hefðu sigið úr þyrlu um borð í skip samtakanna, Arctic Sunrise. Þau skilaboð hefðu borist frá skipinu, rétt áður en sambandið rofnaði, að meðlimir samtakanna væru í haldi um borð, þeim hefði verið skipað að vera á hnjánum og vélbyssum væri beint að þeim. Talsmaður Greenpeace sagði svo harkalegar aðgerðir í engu samræmi við friðsamleg mótmæli samtakanna, en þau beinast gegn vaxandi olíuvinnslu á Norðurslóðum. Skoraði hann á Pútín forseta að hemja strandgæsluna og láta hana slíðra vopn sín. Krafðist hann þess að skipið og 29 manna áhöfn þess yrðu þegar í stað látin laus.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira