Hafþór Júlíus í stóru hlutverki í Game of Thrones Kristján Hjálmarsson skrifar 3. september 2013 07:00 Hafþór Júlíus Björnsson á að leika Gregor Clegane í næstu þáttaröð. Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun fara með nokkuð stórt hlutverk í fjórðu seríunni af Game of Thrones þáttunum sem sýndir eru á Stöð 2. Hafþór Júlíus, sem lenti í þriðja sæti í keppninni Sterkasti maður heims sem fram fór í Kína í lok síðasta mánaðar, tilkynnti þetta á Facebooksíðu sinni. „Það gleður mig að geta loksisn tilkynnt facebook vinum mínum það að ég sé í tökum hjá Game Of Thrones! Ég mun leika THE MOUNTAIN í 4 þáttaröð,“ segir Hafþór Júlíus á Facebooksíðu sinni. Í þáttunum gengur Gregor Clegane gjarnan undir nafninu The Mountain, en hann er höfuð Clegane-ættarinnar frá Westerland. Gregor er eldri bróðir Sandor Clegane en þeir elda grátt silfur saman. Þegar bræðurnir voru ungir hélt Gregor höfði bróður síns að opnum eldi með þeim afleiðingum að hann brann illa í framan Gregor leikur stórt hluverk í sögunni en hann er ótrúlega stór og mjög vöðvastæltur. Upphaflega fór Conan Stevens með hlutverk Gregors en svo tók Ian Whyte við. Nú er röðin komin að Hafþóri Júlíusi að túlka tröllkarlinn og ætti hann að henta vel í hlutverkið enda engin smásmíði.Bandarískar síður sem sérhæfa sig í umfjöllun um þættina hafa einnig fjallað um hlutverk íslenska kraftajötunsins. Það er skammt stórra högga á milli hjá Hafþóri Júlíusi því auk þess að keppa í Sterkasti maður heims kom fram á Vísi í sumar að Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hefði áhuga á því fá hann til liðs við ruðningsliðið. Post by Hafþór Júlíus Björnsson (Hafthor Julius Bjornsson). Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun fara með nokkuð stórt hlutverk í fjórðu seríunni af Game of Thrones þáttunum sem sýndir eru á Stöð 2. Hafþór Júlíus, sem lenti í þriðja sæti í keppninni Sterkasti maður heims sem fram fór í Kína í lok síðasta mánaðar, tilkynnti þetta á Facebooksíðu sinni. „Það gleður mig að geta loksisn tilkynnt facebook vinum mínum það að ég sé í tökum hjá Game Of Thrones! Ég mun leika THE MOUNTAIN í 4 þáttaröð,“ segir Hafþór Júlíus á Facebooksíðu sinni. Í þáttunum gengur Gregor Clegane gjarnan undir nafninu The Mountain, en hann er höfuð Clegane-ættarinnar frá Westerland. Gregor er eldri bróðir Sandor Clegane en þeir elda grátt silfur saman. Þegar bræðurnir voru ungir hélt Gregor höfði bróður síns að opnum eldi með þeim afleiðingum að hann brann illa í framan Gregor leikur stórt hluverk í sögunni en hann er ótrúlega stór og mjög vöðvastæltur. Upphaflega fór Conan Stevens með hlutverk Gregors en svo tók Ian Whyte við. Nú er röðin komin að Hafþóri Júlíusi að túlka tröllkarlinn og ætti hann að henta vel í hlutverkið enda engin smásmíði.Bandarískar síður sem sérhæfa sig í umfjöllun um þættina hafa einnig fjallað um hlutverk íslenska kraftajötunsins. Það er skammt stórra högga á milli hjá Hafþóri Júlíusi því auk þess að keppa í Sterkasti maður heims kom fram á Vísi í sumar að Jim Irsay, eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, hefði áhuga á því fá hann til liðs við ruðningsliðið. Post by Hafþór Júlíus Björnsson (Hafthor Julius Bjornsson).
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira