Birgir Leifur féll niður töfluna í Frakklandi Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. september 2013 19:50 Birgir Leifur Hafþórsson lék á 75 höggum í dag. Mynd/Getty Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri byrjun sinni í Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne mótinu sem fram fer á Ákorendamótaröðinni í Frakklandi. Birgir Leifur var í öðru sæti eftir fyrsta hring en hefur nú fallið niður í 43. sæti þegar aðeins lokahringurinn er eftir. Birgir lék þriðja hringinn á 75 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann er samtals á þremur höggum yfir pari eftir 54 holur. Birgir fékk þrjá fulga og þrjá skolla á hringnum í dag. Hann lentii í talsverðum hrakningum á 12. holu en hann lék þessa par-4 braut á níu höggum eða fimm höggum yfir pari holunnar. Áskorendamótaröðin er önnur sterkasta mótaröðin í Evrópu og er Birgir Leifur með takmarkaðan keppnisrétt á mótaröðinni. Birgir varð Íslandsmeistari í höggleik á Korpúlfsstaðavelli fyrr í sumar og hefur verið okkar besti kylfingur um árabil. Hann hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari í höggleik. Birgir Leifur mun innan tíðar hefja keppni í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina og ætlar sér einnig að taka þátt í úrtökumóti fyrir Web.com mótaröðina í Bandaríkjunum sem er önnur sterkasta mótaröð Bandaríkjanna.Staðan í mótinu Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri byrjun sinni í Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne mótinu sem fram fer á Ákorendamótaröðinni í Frakklandi. Birgir Leifur var í öðru sæti eftir fyrsta hring en hefur nú fallið niður í 43. sæti þegar aðeins lokahringurinn er eftir. Birgir lék þriðja hringinn á 75 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann er samtals á þremur höggum yfir pari eftir 54 holur. Birgir fékk þrjá fulga og þrjá skolla á hringnum í dag. Hann lentii í talsverðum hrakningum á 12. holu en hann lék þessa par-4 braut á níu höggum eða fimm höggum yfir pari holunnar. Áskorendamótaröðin er önnur sterkasta mótaröðin í Evrópu og er Birgir Leifur með takmarkaðan keppnisrétt á mótaröðinni. Birgir varð Íslandsmeistari í höggleik á Korpúlfsstaðavelli fyrr í sumar og hefur verið okkar besti kylfingur um árabil. Hann hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari í höggleik. Birgir Leifur mun innan tíðar hefja keppni í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina og ætlar sér einnig að taka þátt í úrtökumóti fyrir Web.com mótaröðina í Bandaríkjunum sem er önnur sterkasta mótaröð Bandaríkjanna.Staðan í mótinu
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira