Lág brú eyðileggur tugi flutningabíla Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2013 10:30 Hún er ansi varhugaverð brú ein í Durham í Bandaríkjunum og því hafa tugir trukka- og rútubílstjóra kynnst. Brúin sú er óvenjulega lág, eða 11 fet og 8 tommur og var byggð á þeim tíma sem engar reglur voru um lágmarkshæð þeirra og ber uppi lestarteina. Það hefur valdið því að grunlausir ökumenn stórra bíla hafa ekið upp undir hana svo oft að vart er hægt að halda tölu á þeim. Svo til í hverjum mánuði stórskaðast þessir bílar því bílstjórarnir gera ráð fyrir því að hæð hennar sé eins og flestra annarra brúa sem liggja yfir vegi. Engu breytir þótt skilti sé fyrir framan sem tilgreinir hæð hennar mjög skýrt. Bæjaryfirvöld í Durham virðast engan áhuga á að lyfta brúnni og segir það of kostnaðarsamt. Þó má búast við því að sá kostnaður sé vart meiri en það tjón sem hún hefur valdið hingað til. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Hún er ansi varhugaverð brú ein í Durham í Bandaríkjunum og því hafa tugir trukka- og rútubílstjóra kynnst. Brúin sú er óvenjulega lág, eða 11 fet og 8 tommur og var byggð á þeim tíma sem engar reglur voru um lágmarkshæð þeirra og ber uppi lestarteina. Það hefur valdið því að grunlausir ökumenn stórra bíla hafa ekið upp undir hana svo oft að vart er hægt að halda tölu á þeim. Svo til í hverjum mánuði stórskaðast þessir bílar því bílstjórarnir gera ráð fyrir því að hæð hennar sé eins og flestra annarra brúa sem liggja yfir vegi. Engu breytir þótt skilti sé fyrir framan sem tilgreinir hæð hennar mjög skýrt. Bæjaryfirvöld í Durham virðast engan áhuga á að lyfta brúnni og segir það of kostnaðarsamt. Þó má búast við því að sá kostnaður sé vart meiri en það tjón sem hún hefur valdið hingað til.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent