Fótbolti

Zidane: Það er enginn leikmaður hundrað milljóna evra virði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale.
Gareth Bale. Mynd/AFP
Zinedine Zidane segir það óskiljanlegt hvernig Real Madrid gat borgað Tottenham hundrað milljón evrur, sextán milljarða íslenskra króna, fyrir velska landsliðsmanninn Gareth Bale.

Real Madrid keypti Gareth Bale 1. september síðastliðinn fyrir metupphæð en Zinedine Zidane tjáði sig frjálslega um kaupverðið á Bale þrátt fyrir að vera í dag aðstoðarþjálfari Carlo Ancelotti hjá Real Madrid.

„Ég var keyptur á 75 milljón evrur og sagði strax þá að ég væri ekki svona mikils virði. Það er heldur enginn leikmaður hundrað milljóna evra virði. Svona er bara fótboltinn í dag en það er samt óskiljanlegt af hverju félög eru farin að borga svona mikið fyrir leikmenn," sagði Zinedine Zidane í sjónvarpsviðtali á Canal Plus.

Það verður mikil pressa á Gareth Bale þegar hann kemur aftur til Madrid eftir landsliðsverkefni með Wales. Það er ekki að hjálpa honum heldur að Bale er búinn að vera meiddur og í engri leikæfingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×