Instagram bannar öðrum að nota „Insta“ og „Gram“. Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. ágúst 2013 10:22 Forsvarsmenn Instafram og Facebook ætla að taka fyrir að önnur forrit noti orðin „Insta“ og „Gram“. í nöfnum sínum. mynd/afp Instagram hefur ákveðið að banna öðrum forritum eða öppum að hafa annað hvort orðið „Insta“ eða „Gram“ í heiti sínu. Þetta kemur fram í frétt Techcrunch.com. Forsvarsmenn Instagram hafa þegar byrjað að senda tölvupósta til þeirra viðbóta sem nota annað hvort orðanna. Þeir krefjast þess að þess að framleiðendur forritanna taki þessi orð úr nöfnum þeirra. Instagram hefur hingað til verið verndað vöruheiti en ekki orðin „Insta“ eða „Gram“. Þar til nú hefur fyrirtækið jafnvel hvatt aðra til þess að nota annað hvort orðanna í forritum sínum. Instagram sem er nú í eigu Facebook, getur þó aðeins bannað þeim forritum sem tengjast í gegnum hugbúnað Instagram, API (Application programming interface), að nota heitið. Hér eftir munu öpp sem hafa annað hvort orðið í heiti sínu ekki geta tengst í gegnum Instagram appið. Öppin, Statigram, Luxogram, Webstagram, Instadrop og fjöldi annarra nota annað hvort orðið í heiti sínu. Þessar viðbætur þurfa nú að finna nýtt heiti. Þessi forrit hafa verið mikið sótt, sem dæmi nota yfir ein milljón manns Luxogram appið. Statigram hefur þótt sérstaklega gagnlegt forrit þar sem notendur Instagram geta skoðað tölfræðilegar upplýsingar um Instagram aðgang sinn en Instagram býður ekki sjálft upp á þann möguleika. Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Instagram hefur ákveðið að banna öðrum forritum eða öppum að hafa annað hvort orðið „Insta“ eða „Gram“ í heiti sínu. Þetta kemur fram í frétt Techcrunch.com. Forsvarsmenn Instagram hafa þegar byrjað að senda tölvupósta til þeirra viðbóta sem nota annað hvort orðanna. Þeir krefjast þess að þess að framleiðendur forritanna taki þessi orð úr nöfnum þeirra. Instagram hefur hingað til verið verndað vöruheiti en ekki orðin „Insta“ eða „Gram“. Þar til nú hefur fyrirtækið jafnvel hvatt aðra til þess að nota annað hvort orðanna í forritum sínum. Instagram sem er nú í eigu Facebook, getur þó aðeins bannað þeim forritum sem tengjast í gegnum hugbúnað Instagram, API (Application programming interface), að nota heitið. Hér eftir munu öpp sem hafa annað hvort orðið í heiti sínu ekki geta tengst í gegnum Instagram appið. Öppin, Statigram, Luxogram, Webstagram, Instadrop og fjöldi annarra nota annað hvort orðið í heiti sínu. Þessar viðbætur þurfa nú að finna nýtt heiti. Þessi forrit hafa verið mikið sótt, sem dæmi nota yfir ein milljón manns Luxogram appið. Statigram hefur þótt sérstaklega gagnlegt forrit þar sem notendur Instagram geta skoðað tölfræðilegar upplýsingar um Instagram aðgang sinn en Instagram býður ekki sjálft upp á þann möguleika.
Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira