Viðskipti erlent

Fleiri heimsóttu Yahoo en Google

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Heimsóknir inn á Yahoo voru fleiri en til Google nú í júlí.
Heimsóknir inn á Yahoo voru fleiri en til Google nú í júlí.
Umferð um vefinn Yahoo er meiri en hjá Google í nú í júlí og er það í fyrsta skipti sem það gerist síðan í maí 2011. Þetta kemur fram í frétt USA today.

Fyrir rúmlega ári fór Marissa Mayer frá Google til Yahoo þar sem hún starfar nú sem forstjóri. Henni hefur augljóslega tekist vel upp í nýja starfinu en það voru ekki margir sem spáðu því fyrir ári að Yahoo kæmist yfir Google í netumferð.

Yfir 196 milljónir manna heimsóttu Yahoo á meðan Google var heimsótt um 192 milljón sinnum. Umferðin gæti aukist enn frekar hjá Yahoo þegar fyrirtækið fer að telja heimsóknir inn á Tumblr síðuna sem Yahoo eignaðist fyrr á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×