Fótbolti

Slátruðu kind fyrir leik

Dýraverndunarsamtökin PETA eru æf eftir að þau komust á snoðir um að stuðningsmenn knattspyrnuliðs hefðu slátrað kind fyrir leik.

Það gerðu nefnilega stuðningsmenn Shakhter Karagandy fyrir leik liðsins gegn Celtic í Meistaradeildinni. Þetta félag er frá Kasakstan.

Forseti félagsins segist vita af þessari hefð stuðningsmannanna en þeir slátra kind fyrir alla stórleiki.

Það gera þeir ekki fjarri sjálfum vellinum og þykja aðferðir þeirra þess utan heldur villimannslegar.

PETA hefur sent Michel Platini, forseta UEFA, bréf þar sem samtökin krefjast þess að knattspyrnusambandið skipti sér af þessu máli.

Miðað við að Shakhter vann óvæntan 2-0 sigur í leiknum er frekar ólíklegt að stuðningsmennirnir láti af þessari hefð á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×