105 ára og ekur daglega Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2013 10:15 Glaðbeitt sú 105 ára og til í næsta ökutúr Þeir gerast vart eldri ökumennirnir en hún Edythe Kirchmaier sem býr á Kaliforníu. Hún er orðin 105 ára en ekur samt bíl sínum á hverjum degi við störf sín við mannúðarmál. Edythe hefur ekið bíl í 86 ár og lærði á Ford Model T á sínum tíma. Það eru ekki margir núlifandi sem ekið hafa Ford Model T og hvað þá lært á slíkum bíl. Edythe átti gamlan bíl af árgerð 1997 og hann var farinn að bila mikið. Einhver góðhjartaður sem þekkti til starfa gömlu konunnar ákvað hinsvegar fyrir stuttu að gefa henni glænýjan Honda Civic bíl sem hún nú ekur um allar koppagrundir á hverjum degi í sólinni í Kaliforníu. Með því vildi hinn sami tryggja að hún ynni áfram sín góðu störf, en hann vildi ómögulega að nafns síns yrði getið. Edythe fór nýlega í gegnum endurnýjun á ökuprófi sínu og stóðst allar kröfur sem gerðar eru. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent
Þeir gerast vart eldri ökumennirnir en hún Edythe Kirchmaier sem býr á Kaliforníu. Hún er orðin 105 ára en ekur samt bíl sínum á hverjum degi við störf sín við mannúðarmál. Edythe hefur ekið bíl í 86 ár og lærði á Ford Model T á sínum tíma. Það eru ekki margir núlifandi sem ekið hafa Ford Model T og hvað þá lært á slíkum bíl. Edythe átti gamlan bíl af árgerð 1997 og hann var farinn að bila mikið. Einhver góðhjartaður sem þekkti til starfa gömlu konunnar ákvað hinsvegar fyrir stuttu að gefa henni glænýjan Honda Civic bíl sem hún nú ekur um allar koppagrundir á hverjum degi í sólinni í Kaliforníu. Með því vildi hinn sami tryggja að hún ynni áfram sín góðu störf, en hann vildi ómögulega að nafns síns yrði getið. Edythe fór nýlega í gegnum endurnýjun á ökuprófi sínu og stóðst allar kröfur sem gerðar eru.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent