Kylfingurinn Lee Westwood varð að biðjast afsökunar á twitterfærslum sínum í gær en hann fór mikinn á samskiptavefnum þar sem hann úthúðaði mörgum, þar á meðal Joey Barton og Colin Montgomerie.
Westwood fékk mikla gagnrýni á sig eftir PGA-meistaramótið og lét það bitna á lyklaborðinu.
Kylfingurinn bað styrktaraðila og aðdáendur sínar afsökunar og sagði sjálfan sig hafa farið langt yfir strikið.
Hér má lesa nokkrar færslur frá kylfingnum.Afsökunarbeiðni Westwood.