Fótbolti

Theodór Elmar ekki sáttur við landsliðsþjálfarann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Theodór Elmar
Theodór Elmar Mynd / facebook.com
Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður Randers, virðist ekki vera ánægður með að vera ekki hluti af íslenska landsliðinu í knattspyrnu.

Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Íslands, hefur ekki enn valið leikmanninn í verkefni með íslenska landsliðinu og þykir leikmanninum hann ekki fá sanngjarna meðferð.

„Ég átti von á vera valinn þar sem Aron Einar [fyrirliði  íslenska landsliðsins] er meiddur og ekki í hópnum,“ sagði Theodór í dönskum fjölmiðlum.

„Ég er því auðvitað svekktur að fá ekki tækifærið. Sjálfur hef ég staðið mig vel með félagsliði mínu og ég tel því að ég eigi að vera valinn.“

„Það væri eðlilegt ef þjálfarinn væri búinn að fylgjast með mér hér í Danmörku en það hefur ekki enn gerst.“

„Það er mikilvægt að fá tækifæri með íslenska landsliðinu ef menn vilja komast lengra sem knattspyrnumenn, þetta er frábær gluggi fyrir leikmenn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×