Ekkert „sex“ og ekkert „drugs“ í veiðinni Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2013 07:30 Sverrir, Óttar, Bó og Birgir. Kassagítar heima en tvíhendurnar mundaðar. Einhverjir mestu hljómsveitatöffarar sinnar tíðar, og þó víðar væri leitað, skruppu í Ytri-Rangá um síðustu helgi og gerðu góðan túr. Fengu yfir tuttugu laxa. Við erum að tala um félagana í Top of the Line Angling Club Iceland, þá Björgvin Halldórsson (formaður), Óttar Felix Hauksson (ritari) og Birgi Hrafnsson (gjaldkeri). Fjórði maðurinn var tekinn í klúbbinn í ferðinni; Sverrir Eyjólfsson hjá Bakkus. Óttar Felix setti persónulegt met, fékk tíu laxa eftir tveggja daga veiði. Óttar, sem var einhver sá svakalegasti á sviði með hljómsveitinni Pops segir aðspurður að það hafi ekki verið neitt „sex, drugs and rock and roll“ í ferðinni. „Nei, ekkert „sex“ og ég veit ekki til þess að það hafi verið neitt „drugs“, hvort Bó hafi skotið í eina feita? Nei, ég held ekki. En, Rock and roll var bara í jeppanum, hátölurunum þar. Kassagítararnir voru skildir eftir heima og tvíhendurnar mundaðar.“ Óttar kann ekki skýringar á því hvernig á því stendur að svo margir tónlistarmenn hafi lagt fyrir sig veiðina. „En, þeir eru margir flinkir. Pálmi Gunnarsson kannski frægastur, já og Engilbert Jensen að ógleymdum Þór Nielsen, prófessor í Þingvallavatni; hann var fiftís-hetja og spilaði meðal annars með Hauki Morthens. Nei, þetta virðist fara vel saman en ég kann ekki að útskýra þetta.“ Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði
Einhverjir mestu hljómsveitatöffarar sinnar tíðar, og þó víðar væri leitað, skruppu í Ytri-Rangá um síðustu helgi og gerðu góðan túr. Fengu yfir tuttugu laxa. Við erum að tala um félagana í Top of the Line Angling Club Iceland, þá Björgvin Halldórsson (formaður), Óttar Felix Hauksson (ritari) og Birgi Hrafnsson (gjaldkeri). Fjórði maðurinn var tekinn í klúbbinn í ferðinni; Sverrir Eyjólfsson hjá Bakkus. Óttar Felix setti persónulegt met, fékk tíu laxa eftir tveggja daga veiði. Óttar, sem var einhver sá svakalegasti á sviði með hljómsveitinni Pops segir aðspurður að það hafi ekki verið neitt „sex, drugs and rock and roll“ í ferðinni. „Nei, ekkert „sex“ og ég veit ekki til þess að það hafi verið neitt „drugs“, hvort Bó hafi skotið í eina feita? Nei, ég held ekki. En, Rock and roll var bara í jeppanum, hátölurunum þar. Kassagítararnir voru skildir eftir heima og tvíhendurnar mundaðar.“ Óttar kann ekki skýringar á því hvernig á því stendur að svo margir tónlistarmenn hafi lagt fyrir sig veiðina. „En, þeir eru margir flinkir. Pálmi Gunnarsson kannski frægastur, já og Engilbert Jensen að ógleymdum Þór Nielsen, prófessor í Þingvallavatni; hann var fiftís-hetja og spilaði meðal annars með Hauki Morthens. Nei, þetta virðist fara vel saman en ég kann ekki að útskýra þetta.“
Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði