Ekkert „sex“ og ekkert „drugs“ í veiðinni Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2013 07:30 Sverrir, Óttar, Bó og Birgir. Kassagítar heima en tvíhendurnar mundaðar. Einhverjir mestu hljómsveitatöffarar sinnar tíðar, og þó víðar væri leitað, skruppu í Ytri-Rangá um síðustu helgi og gerðu góðan túr. Fengu yfir tuttugu laxa. Við erum að tala um félagana í Top of the Line Angling Club Iceland, þá Björgvin Halldórsson (formaður), Óttar Felix Hauksson (ritari) og Birgi Hrafnsson (gjaldkeri). Fjórði maðurinn var tekinn í klúbbinn í ferðinni; Sverrir Eyjólfsson hjá Bakkus. Óttar Felix setti persónulegt met, fékk tíu laxa eftir tveggja daga veiði. Óttar, sem var einhver sá svakalegasti á sviði með hljómsveitinni Pops segir aðspurður að það hafi ekki verið neitt „sex, drugs and rock and roll“ í ferðinni. „Nei, ekkert „sex“ og ég veit ekki til þess að það hafi verið neitt „drugs“, hvort Bó hafi skotið í eina feita? Nei, ég held ekki. En, Rock and roll var bara í jeppanum, hátölurunum þar. Kassagítararnir voru skildir eftir heima og tvíhendurnar mundaðar.“ Óttar kann ekki skýringar á því hvernig á því stendur að svo margir tónlistarmenn hafi lagt fyrir sig veiðina. „En, þeir eru margir flinkir. Pálmi Gunnarsson kannski frægastur, já og Engilbert Jensen að ógleymdum Þór Nielsen, prófessor í Þingvallavatni; hann var fiftís-hetja og spilaði meðal annars með Hauki Morthens. Nei, þetta virðist fara vel saman en ég kann ekki að útskýra þetta.“ Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði
Einhverjir mestu hljómsveitatöffarar sinnar tíðar, og þó víðar væri leitað, skruppu í Ytri-Rangá um síðustu helgi og gerðu góðan túr. Fengu yfir tuttugu laxa. Við erum að tala um félagana í Top of the Line Angling Club Iceland, þá Björgvin Halldórsson (formaður), Óttar Felix Hauksson (ritari) og Birgi Hrafnsson (gjaldkeri). Fjórði maðurinn var tekinn í klúbbinn í ferðinni; Sverrir Eyjólfsson hjá Bakkus. Óttar Felix setti persónulegt met, fékk tíu laxa eftir tveggja daga veiði. Óttar, sem var einhver sá svakalegasti á sviði með hljómsveitinni Pops segir aðspurður að það hafi ekki verið neitt „sex, drugs and rock and roll“ í ferðinni. „Nei, ekkert „sex“ og ég veit ekki til þess að það hafi verið neitt „drugs“, hvort Bó hafi skotið í eina feita? Nei, ég held ekki. En, Rock and roll var bara í jeppanum, hátölurunum þar. Kassagítararnir voru skildir eftir heima og tvíhendurnar mundaðar.“ Óttar kann ekki skýringar á því hvernig á því stendur að svo margir tónlistarmenn hafi lagt fyrir sig veiðina. „En, þeir eru margir flinkir. Pálmi Gunnarsson kannski frægastur, já og Engilbert Jensen að ógleymdum Þór Nielsen, prófessor í Þingvallavatni; hann var fiftís-hetja og spilaði meðal annars með Hauki Morthens. Nei, þetta virðist fara vel saman en ég kann ekki að útskýra þetta.“
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði