Harry Bretaprins landaði löxum í Langá Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2013 11:53 Harry prins er laxveiðimaður líkt og karl faðir hans Karl ríkisarfi. Harry Bretaprins var hér staddur á dögunum og ef marka má fréttavefinn Vötn og veiði, þá var hann við veiðar í Langá í tvo daga og landaði nokkrum löxum. Ekkert nýtt er í því að breskt kóngafólk standi við bakka íslenskra laxveiðiáa. Þannig kom Karl ríkisarfi, faðir Harrys, nokkrum sinnum til Íslands sérstaklega til að renna fyrir lax. Á vef Vatna og veiða kemur fram að Harry var ekki aðeins hér til að veiða lax í Langá heldur kom hann hingað til að styðja góðgerðarsamtökin „Walking With the Wounded" sem eru í samvinnu við "South Pole Allied challenge" að undirbúa göngu á Suður Pólinn í nóvember. Einhverjir úr hópnum hafa verið við æfingar á Langjökli í sumar. Umrædd samtök sérhæfa sig í endurmenntum fyrrum hermanna. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði
Harry Bretaprins var hér staddur á dögunum og ef marka má fréttavefinn Vötn og veiði, þá var hann við veiðar í Langá í tvo daga og landaði nokkrum löxum. Ekkert nýtt er í því að breskt kóngafólk standi við bakka íslenskra laxveiðiáa. Þannig kom Karl ríkisarfi, faðir Harrys, nokkrum sinnum til Íslands sérstaklega til að renna fyrir lax. Á vef Vatna og veiða kemur fram að Harry var ekki aðeins hér til að veiða lax í Langá heldur kom hann hingað til að styðja góðgerðarsamtökin „Walking With the Wounded" sem eru í samvinnu við "South Pole Allied challenge" að undirbúa göngu á Suður Pólinn í nóvember. Einhverjir úr hópnum hafa verið við æfingar á Langjökli í sumar. Umrædd samtök sérhæfa sig í endurmenntum fyrrum hermanna.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Sogið vill ala upp stórar bleikjur Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði