Körfubolti

Peter: Skiptir mestu máli að vinna fyrir framan fólkið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Peter deilir við dómarann.
Peter deilir við dómarann.
„Maður er alltaf glaður þegar maður vinnur landsleik. Að vinna hér heima fyrir framan okkar áhorfendur er frábært,“ sagði Peter Öqvist þjálfari Íslands.

„Það skipti strákana mestu máli að vinna fyrir framan okkar áhorfendur hér heima. Við vitum líka að það skiptir máli að fara ofar á styrkleikalista alþjóða körfuknattleikssambandsins.

„Í fyrra byrjuðum við á botninum þar sem Ísland lék ekki árin á undan. Við settum nokkur lið aftur fyrir okkur þá og svo endurtókum við leikinn í ár. Ef Ísland nær að halda þessu striki þá er það leiðin til góðs árangurs. Ég er ánægður með að ná þessum sigri og öðru sæti riðilsins.

„Við byrjðum mjög vel og náðum góðu forskoti. Svo fannst mér Rúmenía leika góða vörn og hindraði hlaupin okkar upp að körfunni og hraðaupphlaup okkar. Við skutum ekki eins vel og við getum og það skrifast bæði á okkur og vörn Rúmeníu,“ sagði Peter en Ísland hitti aðeins úr 3 af 21 þriggja stiga skoti sínu í leiknum og alls 23 af 56 skota sinna utan af velli.

„Það er styrkleikamerki fyrir Ísland að vinna þegar liði skýtur illa. Það er mikil framför.

„Við tökum þetta ár fyrir ár. Ég þarf tíma til að skoða stöðuna eftir þetta sumar. Ég hef notið mín mikils sem þjálfari Íslands. Ég er mjög ánægður með hvað körfuknattleikssambandið er að gera. Hvað allir í kringum körfuboltann eru að gera. Íslensk menning og landið er fallegt.

„Leikmenn liðsins er mjög faglegir og reyna allt hvað þeir geta. Þetta er frábær hópur að vinna með en við verðum að sjá til með hvað framtíðin ber í skauti sér.

„Það er frábær hvernig ungu mennirnir komu inn í hópinn (Martin Hermannsson, Ragnar Nathanaelsson og Stefán Karl Torfason). Það eru fleiri ungir strákar á leiðinni og svo aðrir eldri leikmenn líka sem eiga erindi í hópinn. Framtíðin lítur vel út fyrir Ísland.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×