Guðrún Brá: Mjög óíþróttamannsleg hegðun Stefán Árni Pálsson skrifar 19. ágúst 2013 10:30 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, leikmaður GK. Mynd / GVA Það gekk mikið á í Íslandsmótinu í sveitakeppni sem fram fór á Hólmsvelli Golfsklúbbs Suðurnesja í gær. Leikmönnum kvennaliðs GK var dæmdur ósigur eftir bráðabana við lið GKG en Þórdís Geirsdóttir hafði tryggt GK sigurinn á fjórðu holu bráðabanans. Hún leitaði aðstoðar hjá samherja í bráðabananum og er það með öllu óheimilt á slíku móti. Liðstjóri GKG lagði því strax inn kæru þegar GK hafði tryggt sér sigurinn og því var leikmönnum GKG dæmdur sigur. Keilisstúlkur voru ekki paránægðar með niðurstöðuna og strunsuðu út úr klúbbhúsinu um leið og þeim hafði verið afhentur silfurverðlaunapeningurinn. „Þetta var bara virkilega spennandi leikur og endaði á því að við þurftum að fara í bráðabana við GKG,“ segir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, leikmaður GK, í samtali við Vísi. „Eftir fyrstu holu fengu báðir leikmenn par,“ segir Guðrún en Þórdís Geirsdóttir, leikmaður GK, lék gegn Særós Evu Óskarsdóttur, GKG, um sigurinn. „Á annarri holu náðu báðir leikmenn fínum upphafshöggum en Þórdís [Geirsdóttir] var komin í virkilega slæma stöðu eftir annað högg hennar. GKG slær aftur á móti beint inn á flöt og er komin með sigurinn í raun vísan. Leikmaður okkar kallar þá í liðsfélaga og ég veit lítið hvað fór þeirra á milli en það eina samt gat bjargað okkur var í raun stórkostlegt högg, sem og gerðist. Eftir höggið hefðu í raun liðsmenn GKG átt að koma fram og tjá sig um þetta atvik. Jafnt var eftir aðra holu og því var haldið yfir á þá þriðju.“ Eftir þriðju holu bráðabanans var enn jafnt og því þurfti að leika fjórðu holu bráðabanans. „Á lokaholunni á GKG lélegt upphafshögg og við byrjum mjög vel, erum staðsettar á miðri braut. Þórdís [Geirsdóttir] var líklega mjög stressuð þrátt fyrir að vera á ágætum stað og spyr þá liðsfélaga í annað sinn um álit. Á þessum tímapunkti er enginn að velta þessu fyrir sér en um leið og liðstjóri GKG áttaði sig á því að lið hans hefði tapað rauk hann beinustu leið til dómara og lagði fram kæru.“ GKG var því dæmdur sigur eftir að dómarar höfðu ráðfært sig við hvorn annan.Hér má sjá íslandsmeistara kvenna í Sveitakeppni, GKG.Mynd / FAcebook síða GKG„Ég vil að sjálfsögðu ekki vera með nein leiðindi og við brutum vissulega reglur. Þetta stendur skýrt í keppnisskilmálanum en þessi íþrótt gengur samt sem áður út á heiðarleika og mér fannst þessi hegðun bara mjög óíþróttamannsleg og ég var bara í smá sjokki í gær.“ Myndir af silfurpeningi GK hafa nú eftir gærdaginn birst þar sem hann liggur á miðjum þjóðveginum. „Liðið var vissulega mjög svo brugðið eftir þessa keppni en aftur á móti verð ég að biðjast afsökunar á þessari hegðun okkar eftir á. Við áttum ekki að láta þetta fara svona í skapið á okkur.“Uppfært: „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta gæti verið túlkað sem svindl og það var aldrei okkar markmið. Okkur þykir miður hvernig fór og tökum þessum úrslitum." Golf Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska Sjá meira
Það gekk mikið á í Íslandsmótinu í sveitakeppni sem fram fór á Hólmsvelli Golfsklúbbs Suðurnesja í gær. Leikmönnum kvennaliðs GK var dæmdur ósigur eftir bráðabana við lið GKG en Þórdís Geirsdóttir hafði tryggt GK sigurinn á fjórðu holu bráðabanans. Hún leitaði aðstoðar hjá samherja í bráðabananum og er það með öllu óheimilt á slíku móti. Liðstjóri GKG lagði því strax inn kæru þegar GK hafði tryggt sér sigurinn og því var leikmönnum GKG dæmdur sigur. Keilisstúlkur voru ekki paránægðar með niðurstöðuna og strunsuðu út úr klúbbhúsinu um leið og þeim hafði verið afhentur silfurverðlaunapeningurinn. „Þetta var bara virkilega spennandi leikur og endaði á því að við þurftum að fara í bráðabana við GKG,“ segir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, leikmaður GK, í samtali við Vísi. „Eftir fyrstu holu fengu báðir leikmenn par,“ segir Guðrún en Þórdís Geirsdóttir, leikmaður GK, lék gegn Særós Evu Óskarsdóttur, GKG, um sigurinn. „Á annarri holu náðu báðir leikmenn fínum upphafshöggum en Þórdís [Geirsdóttir] var komin í virkilega slæma stöðu eftir annað högg hennar. GKG slær aftur á móti beint inn á flöt og er komin með sigurinn í raun vísan. Leikmaður okkar kallar þá í liðsfélaga og ég veit lítið hvað fór þeirra á milli en það eina samt gat bjargað okkur var í raun stórkostlegt högg, sem og gerðist. Eftir höggið hefðu í raun liðsmenn GKG átt að koma fram og tjá sig um þetta atvik. Jafnt var eftir aðra holu og því var haldið yfir á þá þriðju.“ Eftir þriðju holu bráðabanans var enn jafnt og því þurfti að leika fjórðu holu bráðabanans. „Á lokaholunni á GKG lélegt upphafshögg og við byrjum mjög vel, erum staðsettar á miðri braut. Þórdís [Geirsdóttir] var líklega mjög stressuð þrátt fyrir að vera á ágætum stað og spyr þá liðsfélaga í annað sinn um álit. Á þessum tímapunkti er enginn að velta þessu fyrir sér en um leið og liðstjóri GKG áttaði sig á því að lið hans hefði tapað rauk hann beinustu leið til dómara og lagði fram kæru.“ GKG var því dæmdur sigur eftir að dómarar höfðu ráðfært sig við hvorn annan.Hér má sjá íslandsmeistara kvenna í Sveitakeppni, GKG.Mynd / FAcebook síða GKG„Ég vil að sjálfsögðu ekki vera með nein leiðindi og við brutum vissulega reglur. Þetta stendur skýrt í keppnisskilmálanum en þessi íþrótt gengur samt sem áður út á heiðarleika og mér fannst þessi hegðun bara mjög óíþróttamannsleg og ég var bara í smá sjokki í gær.“ Myndir af silfurpeningi GK hafa nú eftir gærdaginn birst þar sem hann liggur á miðjum þjóðveginum. „Liðið var vissulega mjög svo brugðið eftir þessa keppni en aftur á móti verð ég að biðjast afsökunar á þessari hegðun okkar eftir á. Við áttum ekki að láta þetta fara svona í skapið á okkur.“Uppfært: „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta gæti verið túlkað sem svindl og það var aldrei okkar markmið. Okkur þykir miður hvernig fór og tökum þessum úrslitum."
Golf Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska Sjá meira