Setti Íslandsmet en fékk ekki að keppa í undanúrslitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 09:28 Ingibjörg Kristín var að vonum svekkt að fá ekki að keppa í undanúrslitum í gær. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona úr SH, fékk að kynnast öllum tilfinningaskalanum við keppni í 50 metra skriðsundi á HM í Barcelona í gær. Ingibjörg kom í mark á tímanum 28,62 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet frá því í apríl um 27/100 úr sekúndu. „Þetta var alveg geðveikt. Ég var rosalega ánægð. Þetta var framar vonum," sagði Ingibjörg í viðtali á heimasíðu Sundsambands Íslands. Landsliðsþjálfarinn Jacky Pellerin hafði á orði að sundið hefði heppnast frábærlega hjá Ingibjörgu. Hún tók undir að vel hefði gengið en hún hefði þó getað gert enn betur á lokametrunum. Ingibjörg var aðeins 2/100 úr sekúndu frá því að tryggja sér sæti í úrslitum en sextán hröðustu fóru áfram. Ingibjörg hafnaði í 17.-18. sæti ásamt finnskri sundkonu. „Það er auðvitað svekkjandi því sextán fara í úrslit og ég var númer sautján." Svekkelsið var hins vegar enn meira augnablikum síðar. Í ljós kom að einn þeirra keppenda sem hafði tryggt sér sæti í undanúrslitum gæti ekki keppt. Venju samkvæmt hefði þá Ingibjörg átt að keppa við finnsku sundkonuna í umsundi um sætið sem losnaði. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambandsins sem gegnir starfi liðsstjóra í Barcelona, og Pellerin reyndu að ná sambandi við mótstjórana en var vísað frá af öryggisvörðum. Á sama tíma gekk finnski liðsstjórinn frá því að finnski keppandinn yrði fyrstur inn ef til kæmi úrskráning. Sundsambandið hefur lagt fram formlega kvörtun til Alþjóðasundsambandsins FINA vegna málsins. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt og allir mjög svekktir yfir þessu en því verður ekki breytt. Mistökin gerast og við höldum sterk áfram," kemur fram á heimasíðu Sundsambandsins. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir keppa í dag í 200 metra bringusundi. Sund Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð Sjá meira
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona úr SH, fékk að kynnast öllum tilfinningaskalanum við keppni í 50 metra skriðsundi á HM í Barcelona í gær. Ingibjörg kom í mark á tímanum 28,62 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet frá því í apríl um 27/100 úr sekúndu. „Þetta var alveg geðveikt. Ég var rosalega ánægð. Þetta var framar vonum," sagði Ingibjörg í viðtali á heimasíðu Sundsambands Íslands. Landsliðsþjálfarinn Jacky Pellerin hafði á orði að sundið hefði heppnast frábærlega hjá Ingibjörgu. Hún tók undir að vel hefði gengið en hún hefði þó getað gert enn betur á lokametrunum. Ingibjörg var aðeins 2/100 úr sekúndu frá því að tryggja sér sæti í úrslitum en sextán hröðustu fóru áfram. Ingibjörg hafnaði í 17.-18. sæti ásamt finnskri sundkonu. „Það er auðvitað svekkjandi því sextán fara í úrslit og ég var númer sautján." Svekkelsið var hins vegar enn meira augnablikum síðar. Í ljós kom að einn þeirra keppenda sem hafði tryggt sér sæti í undanúrslitum gæti ekki keppt. Venju samkvæmt hefði þá Ingibjörg átt að keppa við finnsku sundkonuna í umsundi um sætið sem losnaði. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambandsins sem gegnir starfi liðsstjóra í Barcelona, og Pellerin reyndu að ná sambandi við mótstjórana en var vísað frá af öryggisvörðum. Á sama tíma gekk finnski liðsstjórinn frá því að finnski keppandinn yrði fyrstur inn ef til kæmi úrskráning. Sundsambandið hefur lagt fram formlega kvörtun til Alþjóðasundsambandsins FINA vegna málsins. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt og allir mjög svekktir yfir þessu en því verður ekki breytt. Mistökin gerast og við höldum sterk áfram," kemur fram á heimasíðu Sundsambandsins. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir keppa í dag í 200 metra bringusundi.
Sund Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð Sjá meira