Guðmundur Ágúst, Haraldur Franklín og Axel keppa á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2013 16:30 Axel Bóasson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd/GSÍmyndir.net Ísland á þrjá kylfinga á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fer fram dagana 7.-10. ágúst á Real Club de Golf el Prat á Spáni. Mótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer í heiminum á ári hverju þar sem allir bestu áhugakylfingar Evrópu mæta til leiks. Meðal þeirra sem fagnað hafa sigri á mótinu eru Norður-Írinn Rory McIlroy árið 2006 og Sergio Garcia árið 1995. Alls taka 144 kylfingar þátt í mótinu í ár og þar af þrír frá Íslandi þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili. Haraldur Franklín Magnús varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í höggleik en Guðmundur endaði þar í fimmta sæti og Axel varð sjötti. Guðmundur Ágúst byrjaði mjög illa á Íslandsmótinu en spilaði vel síðustu þrjá dagana. Leiknar verða 72 holur í mótinu, fyrir lokahringinn verður keppendum fækkað og munu 60 kylfingar leika um sjálfan Evróputitilinn. Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ísland á þrjá kylfinga á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fer fram dagana 7.-10. ágúst á Real Club de Golf el Prat á Spáni. Mótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer í heiminum á ári hverju þar sem allir bestu áhugakylfingar Evrópu mæta til leiks. Meðal þeirra sem fagnað hafa sigri á mótinu eru Norður-Írinn Rory McIlroy árið 2006 og Sergio Garcia árið 1995. Alls taka 144 kylfingar þátt í mótinu í ár og þar af þrír frá Íslandi þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili. Haraldur Franklín Magnús varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í höggleik en Guðmundur endaði þar í fimmta sæti og Axel varð sjötti. Guðmundur Ágúst byrjaði mjög illa á Íslandsmótinu en spilaði vel síðustu þrjá dagana. Leiknar verða 72 holur í mótinu, fyrir lokahringinn verður keppendum fækkað og munu 60 kylfingar leika um sjálfan Evróputitilinn.
Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira